Gerard Houllier á Íslandi og verður á Players
Gerard Houllier, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, mun vera staddur hér á Íslandi í dag. Aðalerindi hans hér á landi er að skoða eldgosið á Fimmvörðuhálsi en Gerard hefur lengi verið áhugasamur um náttúrufar. Hann starfaði um tíma, áður en hann gerðist knattspyrnustjóri, við kennslu og kenndi þá líf- og efnafræði.
Töluvert af útlendingum hefur sótt Ísland heim síðustu daga enda hefur eldgosið vakið athygli um allan heim. Til dæmis var fjallað um eldgosið á Sky sjónvarpsstöðinni í dag.
Gerard stoppar stutt og fer af landi brott á morgun. Hann og ferðafélagar hans settu sig í samband við Liverpool klúbbinn á Íslandi, eftir að hann kom til landsins, vegna þess að hann vildi horfa á gamla liðið sitt spila við Benfica í Evrópudeildinni í kvöld.
Gerard bað sérstaklega um að horfa á leikinn á stað þar sem stuðningsmenn Liverpool kæmu saman. Hans mun því að vænta á Players í kvöld til að horfa á Evrópuleikinn. Gerard er enn mikill stuðningsmaður Liverpool og reynir hvað hann getur til að sjá Liverpool spila sé þess nokkur kostur. Hann er að minnsta kosti búinn að koma einu sinni á Anfield á þessu keppnistímabili.
Eftir leikinn í kvöld mun Gerard Houllier gefa kost á fyrirspurnum og gefa eiginhandaráritanir. Þarna gefst algjörlega einstakt tækifæri á að spyrja Gerrard um stöðu mála hjá Liverpool F.C. Það er líka ekki á hverjum degi sem stuðningsmönnum Liverpool gefst kostur á að horfa á leik undir sama þaki og fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool.
Gerard Houllier þekkir evrópska knattspyrnu inn og út enda stjórnaði hann Liverpool og Lyon í fjölmörgum Evrópuleikjum. Hann þjálfaði franska landsliðið líka um tíma. Hann vinnur nú sem knattspyrnuráðgjafi.
Gerard Houllier á það á afrekaskrá sinni að vinna Evrópukeppni félagsliða, sem nú kallast Evrópudeildin, árið 2001 þegar Liverpool vann fimm titla á einu ári. Þeir sem ekki komast á Players í kvöld ættu að fylgjast með íþróttafréttum Ríkisútvarpssins og Stöðvar 2 í kvöld en þar mun vænta viðtala við Frakkann. Á morgun á Liverpool.is koma frekari fréttir af Íslandsheimsókn Gerard Houllier.
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!