| Grétar Magnússon
Það var ljóst fyrir stundu hverjir mótherjar Liverpool verða í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en makedónska liðið Rabotnicki sigraði FC Mika.
Liðin gerðu markalaust jafntefli í seinni leiknum en Rabotnicki voru með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn. Ekki er enn ljóst hvort að fyrri leikurinn verður spilaður á Anfield eða í Makedóníu en það veltur á því hvort að Teteks, sem einnig eru frá Makedóníu, komist einnig áfram í 3. umferð. Gerist það mun fyrri leikurinn verða í Makedóníu en ekki á Anfield eins og ákveðið var þegar dregið var í fyrstu.
Leikur Teteks og FK Ventspils hófst núna kl. 14:30 og ættu úrslitin því að vera ljós um 16:30 ef ekki þarf að grípa til framlengingar. Fyrri leikur liðanna endaði með 0-0 jafntefli á heimavelli FK Ventspils.
Uppfært: Nú er ljóst að fyrri leikur Liverpool og Rabotnicki verður í Makedóníu eftir að Teteks báru sigurorð af FK Ventspils 3-1. Fer leikurinn fram fimmtudaginn 29. júlí og síðari leikurinn viku síðar eða 5. ágúst og þá á Anfield.
TIL BAKA
Liverpool mætir Rabotnicki (uppfært)

Liðin gerðu markalaust jafntefli í seinni leiknum en Rabotnicki voru með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn. Ekki er enn ljóst hvort að fyrri leikurinn verður spilaður á Anfield eða í Makedóníu en það veltur á því hvort að Teteks, sem einnig eru frá Makedóníu, komist einnig áfram í 3. umferð. Gerist það mun fyrri leikurinn verða í Makedóníu en ekki á Anfield eins og ákveðið var þegar dregið var í fyrstu.
Leikur Teteks og FK Ventspils hófst núna kl. 14:30 og ættu úrslitin því að vera ljós um 16:30 ef ekki þarf að grípa til framlengingar. Fyrri leikur liðanna endaði með 0-0 jafntefli á heimavelli FK Ventspils.
Uppfært: Nú er ljóst að fyrri leikur Liverpool og Rabotnicki verður í Makedóníu eftir að Teteks báru sigurorð af FK Ventspils 3-1. Fer leikurinn fram fimmtudaginn 29. júlí og síðari leikurinn viku síðar eða 5. ágúst og þá á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli
Fréttageymslan