| Heimir Eyvindarson
,,Jafnvel þótt við getum komið með afsakanir eins og að dómarinn hafi ekki verið okkur hliðhollur, eins og raunin var í gær á móti Manchester United, þá er það ekki í boði að tapa leikjum og við munum aldrei sætta okkur við það."
,,Meðan ég er á vaktinni þá mun það ekki gerast að við förum út á völlinn og gerum ekki okkar besta til að ná sigri. Leikmennirnir vilja fara út á völlinn og landa sigri. Fyrir sjálfa sig og alla aðra sem elska þetta félag. Stuðningsmennirnir eiga skilið að finna lyktina af sigri á ný. En það er bara ein leið til að komast á sigurbraut og það er að standa fyrir sínu inni á vellinum."
,,Þrátt fyrir tap í gær þá fengum við stuðningsmennina til að syngja og við sýndum þeim að þeir geta verið stoltir af liðinu sínu. Vonandi höldum við því áfram. Við ætlum að gera betur og fara að vinna leiki. Það mun taka tíma að komast af stað, en vonandi tekst okkur það fyrr en síðar."
,,Auðvitað koma alltaf vondir leikir inn á milli. Það gerist hjá öllum liðum. Stuðningsmenn Liverpool eru mjög uppteknir af sögunni, enda muna þeir margir hina frábæru tíma sem félagið átti á áttunda og níunda áratugnum. Það voru frábærir tímar, en þau lið áttu samt vonda leiki inn á milli."
TIL BAKA
Við sættum okkur aldrei við tap!
Kenny Dalglish er ekki vanur að tala í hálfkveðnum vísum. Fyrir honum er ekkert annað en sigur í boði, sama hver andstæðingurinn er.
,,Jafnvel þótt við getum komið með afsakanir eins og að dómarinn hafi ekki verið okkur hliðhollur, eins og raunin var í gær á móti Manchester United, þá er það ekki í boði að tapa leikjum og við munum aldrei sætta okkur við það."
,,Meðan ég er á vaktinni þá mun það ekki gerast að við förum út á völlinn og gerum ekki okkar besta til að ná sigri. Leikmennirnir vilja fara út á völlinn og landa sigri. Fyrir sjálfa sig og alla aðra sem elska þetta félag. Stuðningsmennirnir eiga skilið að finna lyktina af sigri á ný. En það er bara ein leið til að komast á sigurbraut og það er að standa fyrir sínu inni á vellinum."
,,Þrátt fyrir tap í gær þá fengum við stuðningsmennina til að syngja og við sýndum þeim að þeir geta verið stoltir af liðinu sínu. Vonandi höldum við því áfram. Við ætlum að gera betur og fara að vinna leiki. Það mun taka tíma að komast af stað, en vonandi tekst okkur það fyrr en síðar."
,,Auðvitað koma alltaf vondir leikir inn á milli. Það gerist hjá öllum liðum. Stuðningsmenn Liverpool eru mjög uppteknir af sögunni, enda muna þeir margir hina frábæru tíma sem félagið átti á áttunda og níunda áratugnum. Það voru frábærir tímar, en þau lið áttu samt vonda leiki inn á milli."
,,Það er ekki hægt að vinna alla leiki, en lið eins og Liverpool á alltaf að stefna að því að gera það. Sagan vinnur ekki með okkur þessa dagana. Liðið í dag stenst ekki samanburð við liðin sem félagið átti á áttunda og níunda áratugnum. Það er klárt."
,,En nú þurfum við að fara að skrifa okkar eigin sögu. Margir þeirra sem upplifðu sigurinn í Istanbul höfðu aldrei áður upplifað sigur í Evrópukeppni. Margt af því fólki hefur heldur ekki upplifað að vinna Englandsmeistaratitilinn. Það er okkar að færa þessu fólki minningar sem það getur yljað sér við í framtíðinni. Minningar um frábært fótboltalið."
,,En nú þurfum við að fara að skrifa okkar eigin sögu. Margir þeirra sem upplifðu sigurinn í Istanbul höfðu aldrei áður upplifað sigur í Evrópukeppni. Margt af því fólki hefur heldur ekki upplifað að vinna Englandsmeistaratitilinn. Það er okkar að færa þessu fólki minningar sem það getur yljað sér við í framtíðinni. Minningar um frábært fótboltalið."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan