| SSteinn
TIL BAKA
Langar þig í áritaða mynd?
Stuðningsmönnum Liverpool FC á Íslandi býðst nú einstakt tækifæri í tengslum við árshátíð klúbbsins sem fram fer þann 16. apríl nk. Fyrirtækið Opus Events hefur aðstoðað okkur við að bjóða heiðursgestum á árshátíð klúbbsins og í ár verður engin breyting þar á. Liverpool Legend mun heiðra okkur með nærveru sinni, en þar sem Opus Event er í góðu sambandi við fyrirliða Liverpool FC, þá ætla þeir að bjóða þeim sem áhuga hafa á, að eignast áritaða mynd af kappanum, persónuleg til viðkomandi.

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Mynd 4

Mynd 5

Mynd 6

Mynd 1

Mynd 2

Mynd 3

Mynd 4

Mynd 5

Mynd 6
Þetta eru einstakar myndir af kappanum og verður um takmarkað upplag að ræða. Þið þurfið að láta okkur vita með því að senda póst á [email protected], þar sem fram kemur hvaða nafn skuli stíla áritunina á ásamt fullu nafni, kennitölu og símanúmeri. Einnig númerið á myndinni sem óskað er eftir. Áritunin mun svo verða einhvern veginn á þennan hátt:
To XXXXXX
Best Wishes
Steven Gerrard
Við munum svo senda póst út á Opus Events þegar greitt hefur verið fyrir myndina og munu þeir félagar svo koma og afhenda okkur þær í tengslum við árshátíðina okkar þegar þeir mæta hingað á klakann. Steven Gerrard verður sjálfur vant við látinn þá helgi, enda á Liverpool að spila gegn Arsenal á sunnudeginum.
Myndunum (þær eru í stærðinni 30x40 cm) fylgir svo staðfesting á að um ekta áritun sé að ræða.
Verð pr. mynd er 8.000 krónur og mun hluti andvirðisins renna til góðgerðamála í Liverpool. Engin mynd verður staðfest fyrr en greiðsla hefur borist inn á reikning númer 0537-26-116662, kt: 460896-2319 og nauðsynlegt er að setja kennitölu þess sem greitt er fyrir í skýringarreitinn, öðruvísi náum við ekki að tengja greiðsluna saman við myndina. Eins er hægt að greiða með kredit korti og geta menn þá haft samband við Braga Brynjars í síma 820-9206.
Frestur til að panta mynd og ganga frá greiðslu er til miðnættis föstudagsins 25. mars.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli
Fréttageymslan