| Heimir Eyvindarson
Pepe Reina segist sjá mörg líkindi með Kenny Dalglish og landa sínum Pep Guardiola framkvæmdastjóra Barcelona.
Guardiola er einn heitasti stjórinn í bransanum í dag, en árangur hans með Barcelona liðið hefur verið frábær. Auk þess sem liðið þykir spila einn besta fótbolta sem sögur fara af. Pepe Reina segir margt líkt með Guardiola og Dalglish.
,,Dalglish er auðvitað dálítið eldri en Guardiola, en þeir hafa svipaðan bakgrunn. Þeir voru báðir frábærir leikmenn með liðum sínum og voru elskaðir og dáðir af stuðningsmönnunum. Þeir hafa síðan báðir notið mikillar velgengni sem stjórar. Það er rosalega mikilvægt fyrir lið að stjórar þekki félög sín jafnvel og þeir gera", segir Reina í viðtali við LFC Weekly.
,,Dalglish þekkir félagið út og inn. Hann veit upp á hár hvað stuðningsmennirnir eru að hugsa, hvað þeir vilja og svo framvegis. Hann er goðsögn hjá félaginu og þá meina ég virkileg goðsögn. Hann er órjúfanlegur partur af þessu félagi og hann veit nákvæmlega hvernig hlutirnir eiga að vera."
,,Vegna þess að hann var sjálfur leikmaður, frábær leikmaður, þá veit hann líka hvað leikmönnunum er fyrir bestu. Hann veit hvaða makmið á að setja, veit hvernig a að peppa leikmenn upp og hvað hugarástandið skiptir miklu. Við erum miklu betri eftir að Dalglish tók við."
,,Okkur hefur gengið vel á móti stærri liðunum, en það hefur vantað aðeins upp á stöðugleikann. Við byrjuðum þessa leiktíð ekki nógu vel og ekki þá síðustu heldur. Það gerði okkur erfitt fyrir. Nú þurfum við bara að passa að það endurtaki sig ekki á þeirri næstu", segir Reina að lokum.
Það er varla hægt að lesa það úr þessum orðum Reina að hann sé á förum frá félaginu eins og svo þrálátur orðrómur er uppi um. Vonandi verður hann sem lengst á Anfield!
TIL BAKA
Jose líkir Dalglish við Guardiola

Guardiola er einn heitasti stjórinn í bransanum í dag, en árangur hans með Barcelona liðið hefur verið frábær. Auk þess sem liðið þykir spila einn besta fótbolta sem sögur fara af. Pepe Reina segir margt líkt með Guardiola og Dalglish.
,,Dalglish er auðvitað dálítið eldri en Guardiola, en þeir hafa svipaðan bakgrunn. Þeir voru báðir frábærir leikmenn með liðum sínum og voru elskaðir og dáðir af stuðningsmönnunum. Þeir hafa síðan báðir notið mikillar velgengni sem stjórar. Það er rosalega mikilvægt fyrir lið að stjórar þekki félög sín jafnvel og þeir gera", segir Reina í viðtali við LFC Weekly.
,,Dalglish þekkir félagið út og inn. Hann veit upp á hár hvað stuðningsmennirnir eru að hugsa, hvað þeir vilja og svo framvegis. Hann er goðsögn hjá félaginu og þá meina ég virkileg goðsögn. Hann er órjúfanlegur partur af þessu félagi og hann veit nákvæmlega hvernig hlutirnir eiga að vera."
,,Vegna þess að hann var sjálfur leikmaður, frábær leikmaður, þá veit hann líka hvað leikmönnunum er fyrir bestu. Hann veit hvaða makmið á að setja, veit hvernig a að peppa leikmenn upp og hvað hugarástandið skiptir miklu. Við erum miklu betri eftir að Dalglish tók við."
,,Okkur hefur gengið vel á móti stærri liðunum, en það hefur vantað aðeins upp á stöðugleikann. Við byrjuðum þessa leiktíð ekki nógu vel og ekki þá síðustu heldur. Það gerði okkur erfitt fyrir. Nú þurfum við bara að passa að það endurtaki sig ekki á þeirri næstu", segir Reina að lokum.
Það er varla hægt að lesa það úr þessum orðum Reina að hann sé á förum frá félaginu eins og svo þrálátur orðrómur er uppi um. Vonandi verður hann sem lengst á Anfield!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn!
Fréttageymslan