| SSteinn
TIL BAKA
Liverpool Open 2011
Golfmót Liverpoolklúbbsins, Liverpool Open, verður haldið á hinum glæsilega Urriðavelli (Golfklúbburinn Oddur) þann 6. ágúst nk. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 14:00 og eiga keppendur að mæta klukkan 13:00.
Mótið er punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf er 24. Einungis þeir sem hafa löglega skráða forgjöf samkvæmt GSÍ hafa þátttökurétt.
Teiggjöf
Pizzaveisla
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum
Lengsta drive á 9. braut.
Ferðavinningur fyrir einn dreginn út úr skorkortum
Aðeins viðstaddir geta unnið til verðlauna
Skylda er að vera vel merktur Liverpool Football Club í mótinu, mótsstjórn er heimilt að vísa mönnum frá séu menn ómerktir
Mótsgjaldið er 4.900 krónur og greiðist á staðnum
Að sjálfsögðu fá meðlimir Liverpoolklúbbsins forgang í mótið og geta skráð sig með því að senda póst á [email protected] fyrir 27. júlí. Eftir það verður opnað fyrir skráningar á golf.is. Í fyrra fylltist mótið á met tíma og því um að gera að hafa hraðar hendur.
Með Liverpool kveðju
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan