| Grétar Magnússon
Vængmaðurinn ungi, Thomas Ince, hefur samið við Blackpool til næstu tveggja ára. Tom neitaði að skrifa undir nýjan samning við Liverpool í sumar. Félögin tvö komust að samkomulagi um þá upphæð sem Blackpool verður að greiða fyrir Tom þar sem hann er uppalinn hjá Liverpool.
Tom Ince er 19 ára og spilaði einn leik með aðalliði félagsins en það var í tapleik gegn Northampton í Deildarbikarnum í fyrra. Hjá Blackpool hittir Ince fyrir Gerardo Bruna sem fór þangað fyrr í sumar. Eins og áður sagði skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Eins og flestir vita er Tom sonur Paul Ince sem var fyrirliði Liverpool á árum áður. Þess má geta að Tom lék nokkra leiki undir stjórn pabba síns á síðustu leiktíð þegar hann fór í lán til Notts County.
Við óskum Tom Ince góðs gengis á ókomnum árum.
TIL BAKA
Thomas Ince til Blackpool

Tom Ince er 19 ára og spilaði einn leik með aðalliði félagsins en það var í tapleik gegn Northampton í Deildarbikarnum í fyrra. Hjá Blackpool hittir Ince fyrir Gerardo Bruna sem fór þangað fyrr í sumar. Eins og áður sagði skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Eins og flestir vita er Tom sonur Paul Ince sem var fyrirliði Liverpool á árum áður. Þess má geta að Tom lék nokkra leiki undir stjórn pabba síns á síðustu leiktíð þegar hann fór í lán til Notts County.
Við óskum Tom Ince góðs gengis á ókomnum árum.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan