| Sf. Gutt
Varnarmaðurinn Daniel Ayala var í dag seldur til Norwich City. Ekki kom fram hvað Liverpool fékk í sinn hlut fyrir Spánverjann en ljóst er að hann var seldur á hærri upphæð en greidd var fyrir hann á sínum tíma.
Mikið gerðist á einni viku í málum Daniel Ayala því síðasta laugardag var tilkynnt að Liverpool og Hull City hefðu náð samningum um vistaskipti hans. Næst gerðist það að Swansea City bauð í Daniel og svo kom Norwich til sögunnar. Daniel gekk svo til liðs við Kanarífuglana í dag.
Liverpool keypti Daniel Ayala frá Sevilla árið 2007 fyrir 160.000 sterlingspund. Hann hefur þótt með efnilegri leikmönnum Liverpool síðustu árin. Daniel lék fimm leiki með aðalliði Liverpool. Á síðasta keppnistímabili var hann lánaður til Hull City og Derby County og þótti standa sig vel.
Við óskum Daniel Ayala góðs gengis hjá nýja liðinu sínu.
TIL BAKA
Daniel Ayala seldur til Norwich

Mikið gerðist á einni viku í málum Daniel Ayala því síðasta laugardag var tilkynnt að Liverpool og Hull City hefðu náð samningum um vistaskipti hans. Næst gerðist það að Swansea City bauð í Daniel og svo kom Norwich til sögunnar. Daniel gekk svo til liðs við Kanarífuglana í dag.
Liverpool keypti Daniel Ayala frá Sevilla árið 2007 fyrir 160.000 sterlingspund. Hann hefur þótt með efnilegri leikmönnum Liverpool síðustu árin. Daniel lék fimm leiki með aðalliði Liverpool. Á síðasta keppnistímabili var hann lánaður til Hull City og Derby County og þótti standa sig vel.
Við óskum Daniel Ayala góðs gengis hjá nýja liðinu sínu.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan