| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi
Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi verður haldin á Grand Hótel laugardaginn 13. apríl.
Heiðursgestur að þessu sinni verður keisarinn sjálfur, Dietmar Hamann, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool í lok síðustu og byrjun þessarar aldar.
Salurinn opnar kl. 19.30 og munu Hreimur og félagar taka á móti gestum með ljúfum tónum. Atli Þór Albertsson verður veislustjóri, en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í auglýsingu íslenskra getrauna og hefur áður stundað margs konar sprell í sjónvarpi. Auk gamanmála frá honum mun Dietmar Hamann að sjálfsögðu flytja ávarp. Þá verður hið sívinsæla happdrætti með glæsilegum vinningum, og sá glæsilegasti af þeim er gjafabréf að upphæð 100.000 kr. frá Ferðaskrifstofunni Vita. Að lokum munu Hreimur og félagar svo spila aftur fyrir gesti fram á nótt.
Miðaverð er 7.500 krónur fyrir klúbbfélaga, 7.900 krónur fyrir aðra. Uppselt hefur verið á þessar hátíðir undanfarin ár og því um að gera að hafa hraðar hendur til að tryggja sér miða á þennan einstaka viðburð.
Miðapantanir sendist á [email protected] með upplýsingum um nafn (þeim sem borgar) netfang og símanúmer og fjöldi miða. Og haft verður samband til að ganga frá greiðslu.
Ertu búinn að panta miða ?
Miðasalan er í fullum gangi.
Heiðursgestur að þessu sinni verður keisarinn sjálfur, Dietmar Hamann, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool í lok síðustu og byrjun þessarar aldar.
Matseðillinn:
Humarsúpa toppuð með kryddjurtarrjóma að hætti Gerrard.
Kryddhjúpað lambafillet
með kartöfluköku, gljáðu grænmeti, sellerírótarmauki og rauðvínsgljáa.
Við viljum benda á að það er “Happy hour” í Miðgarði (glerhýsinu hjá nýja inngangnum á Grand Hótel) allir drykkir á 50 % afslætti milli kl. 17 og 19. Stefnum að því að hittast þar í góðum gír!Salurinn opnar kl. 19.30 og munu Hreimur og félagar taka á móti gestum með ljúfum tónum. Atli Þór Albertsson verður veislustjóri, en hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í auglýsingu íslenskra getrauna og hefur áður stundað margs konar sprell í sjónvarpi. Auk gamanmála frá honum mun Dietmar Hamann að sjálfsögðu flytja ávarp. Þá verður hið sívinsæla happdrætti með glæsilegum vinningum, og sá glæsilegasti af þeim er gjafabréf að upphæð 100.000 kr. frá Ferðaskrifstofunni Vita. Að lokum munu Hreimur og félagar svo spila aftur fyrir gesti fram á nótt.
Miðaverð er 7.500 krónur fyrir klúbbfélaga, 7.900 krónur fyrir aðra. Uppselt hefur verið á þessar hátíðir undanfarin ár og því um að gera að hafa hraðar hendur til að tryggja sér miða á þennan einstaka viðburð.
Miðapantanir sendist á [email protected] með upplýsingum um nafn (þeim sem borgar) netfang og símanúmer og fjöldi miða. Og haft verður samband til að ganga frá greiðslu.
Ertu búinn að panta miða ?
Miðasalan er í fullum gangi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan