| Mummi
Keisarinn sjálfur, Dietmar Hamann, sem lék með Liverpool um árabil og var meðal annars í liðinu sem vann Meistaradeildina 2005, kemur hingað til lands um helgina í boði Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
Hann mun heiðra árshátíðargesti klúbbsins með nærveru sinni á laugardagskvöldið, en þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða í tíma á árshátíðina hafa þó önnur tækifæri til að berja kappann augum.
Dietmar Hamann verður í verslun ReAct í Bæjarlind 4 í Kópavogi (áður Players) milli kl. 11 og 12 á laugardaginn, til að árita Liverpool vörur fyrir stuðningsmenn félagsins á Íslandi.
Í tilefni af samstarfssamning milli Liverpoolklúbbsins á Íslandi og ReAct, sem er innflutnings-, dreifingar- og söluaðili fyrir Liverpool á Íslandi, verða auðvitað frábær tilboð í gangi. Vörurnar verða á 30-40% lægra verði en gengur og gerist á markaðnum
Að auki verður „The Didi Man“, ævisaga Dietmar Hamanns til sölu í ReAct og þeir sem kaupa hana geta einnig fengið hana áritaða.
Liverpool stjarnan verður einnig á Úrillu Górillunni, heimavelli Liverpoolklúbbsins, frá kl. 13 og fram yfir leik Reading og Liverpool sem hefst kl. 14 og lýkur laust fyrir klukkan 16.
Góð tilboð í gangi:
• Ostborgari & ískaldur á 990 kr.
• Fimm ískaldir í fötu á 1500 kr.
Frábær stemming verður á Górillunni í tilefni heimsóknarinnar!
TIL BAKA
Keisarinn Dietmar Hamann áritar í ReAct

Hann mun heiðra árshátíðargesti klúbbsins með nærveru sinni á laugardagskvöldið, en þeir sem ekki náðu að tryggja sér miða í tíma á árshátíðina hafa þó önnur tækifæri til að berja kappann augum.
Dietmar Hamann verður í verslun ReAct í Bæjarlind 4 í Kópavogi (áður Players) milli kl. 11 og 12 á laugardaginn, til að árita Liverpool vörur fyrir stuðningsmenn félagsins á Íslandi.
Í tilefni af samstarfssamning milli Liverpoolklúbbsins á Íslandi og ReAct, sem er innflutnings-, dreifingar- og söluaðili fyrir Liverpool á Íslandi, verða auðvitað frábær tilboð í gangi. Vörurnar verða á 30-40% lægra verði en gengur og gerist á markaðnum

Góð tilboð í gangi:
• Ostborgari & ískaldur á 990 kr.
• Fimm ískaldir í fötu á 1500 kr.
Frábær stemming verður á Górillunni í tilefni heimsóknarinnar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley
Fréttageymslan