| Grétar Magnússon

Luis með tvenn verðlaun í Úrvalsdeildinni

Luis Suarez heldur áfram að sópa að sér verðlaunum fyrir frammistöðu sína á nýloknu tímabili.  Enska Úrvalsdeildin útnefndi hann leikmann ársins og auðvitað fékk hann gullskóinn í leiðinni.


Eins og flestir vita skoraði Suarez 31 mark á leiktíðinni og átti 12 stoðsendingar, aðeins Steven Gerrard átti fleiri slíkar á tímabilinu.  Hann var útnefndur leikmaður ársins af leikmannasamtökum Englands og samtökum íþróttafréttablaðamanna þar í landi.

Suarez er vel að þessum verðlaunum kominn eins og gefur að skilja.  Eftir stormasamt sumar kom hann sterkur inn úr leikbanni og raðaði inn mörkunum í deildinni.  Setti hann t.d. met yfir flest mörk skoruð í deildinni í einum mánuði er hann skoraði 8 mörk í desember.  Alls hefur Suarez spilað 133 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 82 mörk.  Alls eru deildarleikir orðnir 110 og þar hafa 69 mörk litið dagsins ljós.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan