| Sf. Gutt

Philippe ekki alvarlega meiddur


Philippe Coutinho mun ekki vera alvarlega meiddur. Hann fór af velli eftir að hafa fundið fyrir eymslum aftan í læri á móti Manchester City. Eftir nákvæma skoðun í gær var tilkynnt að Brasilíumaðurinn væri ekki alvarlega meiddur en tognun aftan í læri gæti þýtt þrjár vikur frá. Hann mun ekki spila á móti Bordeaux á fimmtudagskvöldið en gæti hugsanlega verið tilbúinn í slaginn á móti Swansea á sunnudaginn. 


Philippe byrjaði leiktíðina með tilþrifum á því að skora glæsilegt sigurmark á móti Stoke en svo fjaraði undan honum. Hann hefur á hinn bóginn verið magnaður í síðustu leikjum og sýnt álíka tilþrif eins og hann gerði svo oft á síðustu leiktíð þegar hann var frábær. Vonandi kemur hann sterkur til leiks eftir stutta hvíld. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan