| Sf. Gutt

Danny getur orðið bestur!


Markvarðamálin hjá Liverpool eru reglulega til umræðu. Bruce Grobbelaar, sem var heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins núna í ár, telur að Danny Ward geti orðið besti markmaður félagsins. 


Simon Mignolet hefur verið aðalmarkmaður Liverpool frá því hann var keyptur frá Sunderland sumarið 2013. Belginn er góður markmaður en hann telst þó ekki í hæsta gæðaflokki. Bruce telur að það séu ákveðnir veikleikar í leik hans sem ekki hafi lagast. Í heildina séð sé hann góður en ekki nógu öruggur og það sé ekki hægt að treysta því að hann geri ekki mistök sem þeir allra bestu gera sjaldan. 


Bruce Grobbelaar hefur þá skoðun að hugsanlega sé markmaður í herbúðum Liverpool sem geti orðið betri en Simon Mignolet og komist í fremstu röð. Sá er Danny Ward. Bruce segir að það búi mikið í Veilsverjanum unga og með góðri þjálfun og því að honum sé sýnt traust þá geti hann orðið besti markmaður sem Liverpool á um þessar mundir. Með tímanum geti hann sem sagt orðið aðalmarkmaður Liverpool til næstu ára.

Þetta er athyglisverð skoðun og vissulega er Danny, sem hefur spilað með landsliði Wales, talinn mikið efni. Hann þótti mjög góður þegar hann var í láni hjá Aberdeen í Skotlandi. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort Bruce hefur rétt fyrir sér í þessu efni en hann býr yfir mikilli reynslu og hefur starfað við markmannsþjálfun. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan