| Sf. Gutt

Til hamingju með daginn Kenny!


Kenny Dalglish á afmæli í dag og er rétt að senda honum afmæliskveðju í tilefni dagsins! Kóngurinn fæddist 4. mars 1951 í Glasgow og er því 66. ára í dag. Liverpool klúbburinn á Íslandi sendir Kenny hamingjuóskir á afmælinu með vonum um að hann njóti dagsins! Hann fékk að minnsta kosti sigur hjá Liverpool í afmælisgjöf núna í dag!


Kenny er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem hefur spilað fyrir hönd Liverpool Football Club. Hann vann fjölda titla sem leikmaður og eins eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Síðasti titill sem Liverpool vann var Deildarbikarinn árið 2012 og var Kenny þá framkvæmdastjóri. 


Kenny situr nú í stjórn Liverpool F.C. en eigendur félagsins buðu honum sæti í stjórninni haustið 2013. Kóngurinn kemur líka oft fram sem fulltrúi félagsins við hin ýmsu tækifæri. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan