| Sf. Gutt

Góður endir

Varalið Liverpool, eða undir 23. ára liðið, endaði deildarkeppnina vel í kvöld. Liðið vann Everton 1:2 í borgarslag á Goodison Park. Sheyi Ojo og Trent Alexander-Arnold skoruðu mörkin. Liverpool endaði í þriðja sæti í deildinni og þótti liðið standa sig vel. 

Sheyi er nýfarinn að spila aftur eftir að hafa meiðst með aðalliðinu í bikarleiknum gegn Wolves í janúar. Hann er búinn að vera óheppinn með meiðsli á leiktíðinni.

Með sigrinum spillti Liverpool sigurgleði Everton aðeins en liðið vann deildina. Um 18.000 áhorfendur komu á Goodison Park og mikil stemming var. Stuðningsmönnum Liverpool þótti ekki verrra að spilla aðeins hátíðahöldum heimamanna!

Hér eru
myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.

Sem fyrr segir þá var þetta síðasti deildarleikur Liverpool í þessum aldursflokki en liðið á einn leik eftir á leiktíðinni. Um er að ræða úrslitaleikinn í  Lancashire Senior bikarkeppninni. Liverpool mætir Fleetwood Town í úrslitaleiknum sem ekki er búið að ákveða hvenær fer fram.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan