| Sf. Gutt

Allt það helsta um Sami Tuomas Hyypiä


Sami Hyypia var heiðursgestur árshátíðar Liverpool klúbbsins í ár. Hér er allt það helsta um þennan magnaða finnska miðvörð.

Nafn: Sami Tuomas Hyypiä.

Fæðingardagur: 7 október 1973.

Fæðingarstaður: Porvoo í Finnlandi.

Félög: Voikkaan Pallo-Peikot (1980-90), Kumu Kuusankoski (1990-91), Mypa 47 (1991-95), Willem II (1995-99), Liverpool (1999-2009) og Bayer Leverkusen (2009-11).Leikir með Liverpool: 464.


Mörk fyrir Liverpool: 35.


Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari: 2001 og 2006. Deildarbikarmeistari: 2001 og 2003. Skjaldarhafi: 2001 og 2006. Evrópubikarmeistari: 2005. Evrópukeppni félagsliða 2001. Stórbikar Evrópu: 2001 og 2005.Landsleikir með Finnlandi: 105. 

Landsleikir með Finnlandi: 5.

Fróðleikur!

- Foreldrar Sami spiluðu bæði knattspyrnu og hann hafði mikinn áhuga á íþróttum frá unga aldri. Hann þótti efnilegur í íshokkí.


- Sami hélt með Liverpool þegar hann var lítill.

- Sami sinnti 11 mánaða herskyldu í finnska hernum. 

- Sami varð tvívegis finnskur bikarmeistari með Mypa 47. Fyrst 1992 og svo 1995.


- Sami var tíu sinnum kjörinn Knattspyrnumaður ársins í Finnlandi.  

- Kvikmyndatökumaður kom ábendingu til Peter Robinson, forstjóra Liverpool, um að það gæti verið hyggilegt að kaupa Sami Hyypia. Sá hafði séð Sami spila þegar hann var að taka upp leiki í Hollandi!


- Sami var fyrirliði Liverpool frá 2001 þar til Steven Gerrard fékk fyrirliðabandið haustið 2003.

- Leiktíðirnar 1999–2000, 2001–02  var Sami kjörinn í Lið árins sem Samtök atvinnuknattspyrnumanna völdu.


- Sami skoraði 35 mörk fyrir Liverpool. Enginn miðvörður hefur skorað oftar fyrir félagið!

- Sami er 20. leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool.

- Hermt er að Roy Hodgson hafi reynt að fá Sami aftur til Liverpool eftir að Roy tók við sem framkvæmdastjóri sumarið 2010. Ekki náðist að losa hann undan samningi í Þýskalandi. 


- Eftir að Sami hætti að spila spreytti hann sig við framkvæmdastjórn. Hann stjórnaði fyrst Bayer Leverkusen (2012-214), svo Brighton and Hove Albion (2014) og loks FC Zürich (2015-16). Hluta af tímanum hjá Bayer var Sami meðstjórnandi með Sascha Lewandowski því hann hafði ekki tilskilin þjálfararéttindi. - Sami býr núna með konu sinni og tveimur börnum þeirra í Finnlandi. Hann hefur ekki haft bein afskipti af knattspyrnu upp á síðkastið en af og til hefur hann farið til hinna og þessara landa sem sendiherra Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan