| Grétar Magnússon

Mögulegir mótherjar í Meistaradeildinni

Nú er ljóst hvaða lið geta verið mögulegir mótherjar Liverpool þegar dregið verður í 4. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.  Liverpool er í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í ágúst.

AEK Aþena tryggðu sér síðasta sætið í fjórðu umferðinni þegar þeir sigruðu Panionios 2-1 í sérstöku umspili í grísku deildarkeppninni.

Mögulegir mótherjar Liverpool eru:

Viktora Plzen (Tékkland) - 2. sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Slavia Prague.

CSKA Moskva (Rússland)- 2. í deildinni, sjö stigum á eftir Spartak Moskvu og einu stigi fyrir ofan Zenit.

Club Brugge (Belgía) - 2. sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Anderlecht.

Sporting Lissabon (Portúgal) - 3. sæti í deildinni, á eftir meisturum Benfica og Porto sem urðu í öðru sæti.

Steaua Búkarest (Rúmenía) - 2. sæti í deildinni á eftir Viitorul.

Young Boys (Sviss) - 2. sæti í deildinni á eftir Basel sem voru öruggir sigurvegarar með 17 stiga forystu.

Nice (Frakkland) - 3. sæti í deildinni á eftir meisturum Monakó og PSG sem voru í 2. sæti.

Hoffenheim (Þýskaland) - 4. sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Dortmund sem voru í þriðja sæti og 20 stigum á eftir meisturum Bayern Munchen.

Istanbul BB (Tyrkland) - 2. sæti á eftir meisturum Besiktas.

AEK Aþena (Grikkland) - tryggðu sér sæti eins og áður sagði með sigri í umspili í deildinni.

Þess má svo geta að Ajax frá Hollandi og Dinamo Kiev frá Úkraínu mæta til leiks fyrir fjórðu umferðina og komist þau ekki áfram þangað fara Viktoria Plzen og CSKA Moskva upp í efri styrkleikaflokkinn sem þýðir að Liverpool munu þá ekki geta mætt þeim.

Dregið verður þann 4. ágúst næstkomandi og fara leikirnir fram annaðhvort 16. eða 17. ágúst og seinni leikirnir viku síðar eða 23. eða 24. ágúst.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan