| Sf. Gutt

Virgil van Dijk kemur ekki!

Liverpool Football Club gaf frá sér opinbera yfirlýsingu nú seinni partinn þar sem greint er frá því að hætt sé að vinna að því að kaupa hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk frá Southampton.

Í yfirlýsingunni biðja forráðamenn Liverpool eiganda, stjórn og stuðningsmenn Southampton afsökunar á því ef einhver misskilningur hafi verið í sambandi við umræddan leikmann. Í yfirlýsingunni er umfjöllun fjölmiðla um fyrirhuguð vistaskipti Virgil hörmuð. Að lokum er staðfest að Liverpool hafi ekki lengur áhuga á leikmanninum eins og það er orðað. Það er mjög óvanalegt að félög gefi svona yfirlýsingu frá sér. 

Í fyrradag fullyrtu traustir fjölmiðlar að Virgil vildi helst fara til Liverpool en Chelsea, Manchester City voru líka orðuð við hann. Nú áttu flestir von á því að hann kæmi til Liverpool en í gær greindu fjölmiðlar frá því að forráðamenn Southampton hefðu kvartað yfir vinnubrögðum Liverpool í málinu. Sem sagt þeir töldu forráðamenn Liverpool hafa farið á svig við reglur sem gilda um hvernig bera eigi sig að því að kaupa leikmann frá öðru félagi. Yfirlýsing Liverpool F.C. í dag bendir til þess að forráðamenn Southampton hafi haft eitthvað til síns máls!

Sé það rétt verður það að teljast mjög klaufalegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Forráðamenn Liverpool hafi þar með klúðrað þvi að fara rétt að kaupferlinu. Menn sem eru í forsvari í svona málum eru á háum launum og bera mikla ábyrgð. Það má ekki gerast að ekki sé farið rétt að þannig að mikilvæg vistaskipti fari út um þúfur.

Þess ber þó að geta að ekkert er vitað nákvæmlega í málinu annað en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. En þetta allt lítur ekki vel út fyrir Liverpool og það er ekki gott!





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan