| Sf. Gutt

Af Álfukeppninni


Álfukeppnin hefst í Rússlandi á þjóðhátíðardaginn. Að þessu sinni á Liverpool einn fulltrúa í keppninni. Álfukeppnin var fyrst haldin árið 1992. Fyrstu árin var keppnin boðsmót prinsins í Saudí Arabíu. Keppnin þróaðist síðar í að verða nokkurs konar lokaæfing fyrir Heimsmeistarakeppnina og er nú haldin árið áður en úrslitakeppni hennar fer fram. Keppnin er haldin í því landi sem úrslitakeppni HM  fer fram í. Keppnin er auðvitað nokkurs konar sjónvarpsmót en hún er líka kærkomið tækifæri fyrir gestgjafa HM til að æfa sig í öllu því sem tengist stórkeppninni að ári. 

Eftirtaldar þjóðir hafa unnið keppnina. Innan sviga er sýnt hvar keppnin var haldin.

1992: Argentína (Saudí Arabía) 
1995: Danmörk (Saudí Arabía) 
1997: Brasilía (Saudí Arabía) 
1999: Mexíkó (Mexíkó) 
2001: Frakkland (Suður Kórea og Japan) 
2003: Frakkland (Frakkland) 
2005: Brasilía (Þýskaland)
2009: Brasilía (Suður Afríka)
2013: Brasilía    (Brasilía)
2017: ????     (Rússland)

Átta þjóðir keppa í Álfukeppninni í ár. Þær eru Rússland (Gestgjafar), Þýskaland (Heimsmeistarar), Portúgal (Evrópumeistarar), Mexíkó (Norður Ameríkumeistarar), Síle (Suður Ameríkumeistarar), Ástralía (Asíumeistarar), Kamerún (Afríkumeistarar) og Nýja Sjáland (Eyjaálfumeistarar). 

Keppt er í tveimur riðlum og leika tvö efstu lið í hvorum riðli saman í undanúrslitum. Í A riðli eru Rússland, Mexíkó, Portúgal og Nýja Sjáland. Í B riðli leika Þýskaland, Ástralía, Kamerún og Síle. Úrslitaleikur keppninnar fer fram í Pétursborg þann 2. júlí.

Fulltrúi Liverpool í Álfukeppninni 2017.


Emre CanLiverpool.

129 leikir og átta mörk. 
Þýskaland.

Tíu landsleikir.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan