| Sf. Gutt

Af Álfukeppninni


Álfukeppnin heldur áfram austur í Rússlandi. Heimsmeistararnir mættu Suður Ameríkumeisturunum í gær. Alexis Sanchez, framherji Arsenal, kom Síle yfir snemma leiks. Þetta var sögulegt mark því Alexis setti með þvi nýtt markamet fyrir Síle. Hann hefur nú skorað 38 landsliðsmörk marki meira en Marcelo Salas. Þetta var um leið mark númer 400 í Álfukeppninni. Þjóðverjar jöfnuðu fyrir hlé þegar Lars Stindl skoraði. Þetta var annað mark Lars í keppninni en hann spilar með Borussia Monchengladbach. Hann hefur nú skorað tvö mörk í fyrstu fjórum landsleikjum sínum. Lars hefur verið lauslega orðaður við Liverpool. 

Emre Can var í byrjunarliði Þjóðverja, lék mjög vel og átti hlut að marki Þjóðverja. Emre er búinn að taka þátt í báðum leikjum Þjóðverja.  

Afríkumeistarar Kamerún og Asíumeistarar Ástralíu gerðu líka 1:1 jafntefli. Tveimur umferðum er lokið í riðlinum. Þýskaland og Síle eru með fjögur stig en hin liðin eitt. Í hinum riðlinum leiða Portúgal og Mexíkó með fjögur stig. Rússar hafa þrjú stig en Nýja Sjáland ekkert. Ein umferð er eftir í riðlakeppninni og fer hún fram um helgina. 






Leikurinn fór fram í Kazan en Liverpool spilaði þar í Evrópudeildinni á leiktíðinni 2015/16. Hluta af leikvanginum var breytt í sundlaug árið 2015 en þá fór þar fram heimsmeistaramót í sundi. 

  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan