| Grétar Magnússon

Kaupin á Andy Robertson staðfest

Nú rétt í þessu voru kaupin á skoska landsliðsmanninum og vinstri bakverðinum Andy Robertson staðfest.  Robertson kemur frá Hull City.

Robertson er 23 ára gamall og hefur spilað með Hull frá því árið 2014.  Hann hóf ferilinn í heimalandinu með Queen's Park árið 2012 en þá lék liðið í skosku þriðju deildinni.  Sumarið 2013 var hann keyptur til úrvalsdeildarliðsins Dundee United og þar stóð hann sig mjög vel, í raun það vel að Hull City keyptu hann sumarið 2014 og þar lék hann alls 115 leiki og skoraði í þeim 5 mörk.

Hann hefur svo til þessa leikið 15 landsleiki fyrir Skotland og skorað eitt mark.

Við undirskriftina í dag sagði Robertson:  ,,Þetta er örlítið óraunverulegt ákkúrat núna.  Ég er auðvitað í skýjunum.  Viðræður hafa verið í gangi síðustu vikur en ég er virkilega ánægður með að hlutirnir voru kláraðir og ég er leikmaður Liverpool."

,,Fjölskylda mín er stolt af því sem ég hef afrekað til þessa og það eru allir ótrúlega glaðir núna eftir félagaskiptin, þar er ég auðvitað meðtalinn.  Okkur hlakkar mikið til þess að vera hluti af Liverpool fjölskyldunni núna.  Það eru ekki margir, ef í raun nokkurt félag eins sérstakt og Liverpool.  Þegar maður er að alast upp dreymir mann um að spila með stórum félögum eins og Liverpool og draumur minn er svo sannarlega að rætast núna."

,,Ég vil halda áfram að sanna fyrir fólki að ég get staðið mig á hæsta stigi og vonandi tekst mér það á þessu tímabili ásamt því að gera góða hluti fyrir félagið í framtíðinni."

Robertson verður í treyju númer 26 hjá félaginu.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan