| Heimir Eyvindarson

Van Dijk að nálgast?

             
Virgil Van Dijk hefur tilkynnt Manuel Pellegrino að hann vilji fara frá Southampton. Pellegrino brást í dag við með því að setja hann í æfingabann með aðalliðinu.

Eins og við þekkjum öll hefur Van Dijk verið sterklega orðaður við Liverpool í sumar. Eftir að hann tilkynnti Pellegrino að hann vildi fara frá félaginu brást stjórinn við með því að skipa Van Dijk að æfa einn síns liðs.  Hann segir að hugur miðvarðarins sé greinilega einhversstaðar annars staðar í augnablikinu.

,,Ef menn eru ekki 100% með hugann við félagið hef ég ekkert að gera við þá á æfingum."

Þetta ættu að vera jákvæðar fréttir fyrir Liverpool. Pellegrino bætir því reyndar við að hann vilji alls ekki missa Van Dijk og hann bindi vonir við að hann endurskoði hug sinn, en þessar fréttir þýða væntanlega að Hollendingurinn verður ekki mikið lengur í herbúðum Southampton. Svo er bara að vona að hann endi á réttum stað. 





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan