| Sf. Gutt

Hafði trú á nú myndi ganga vel!


Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mohamed Salah leikur á Englandi. Honum gekk illa í fyrra skiptið sem hann var þar í landi en þá var hann með Chelsea. Hann lék lítið í þau tvö tímabil þar sem hann var þar á mála og reyndar fór hann tvívegis í lán fyrst til Fiorentina og svo Roma en hann var svo keyptur þangað fyrir ári. 

En nú er annað uppi á teningnum. Mohamed segist hafa haft trú á því að honum myndi ganga betur núna á Englandi en í fyrra skiptið. 

,,Ég var búinn að eiga tvö stórgóð keppnistímabil í Róm og hafði þess vegna nógu mikið sjálfstraust til að snúa aftur til Englands. Ég hafði uppi áform um að gera það."

Mohamed átti stórleik í síðasta leik þegar Liverpool vann West Ham United 1:4 í London. Hann skoraði þá tvö mörk og lagði upp eitt. Hann er núna búinn að skora 12 mörk það sem af er leiktíðar og leggja upp þrjú.
 

,,Núna verð ég að halda áfram á sömu braut og halda áfram að hlakka til næstu leikja. Við erum með frábæra leikmenn í framlínunni og liðið er sömuleiðis frábært. Allir vilja leggja sig alla fram og það gleður mig að öllum gengur vel. Ég er hæstánægður með að liðið náði hagstæðum úrslitum."


Þegar Mohamed Salah gekk til liðs við Chelsea frá svissneska liðinu Basel í byrjun árs 2014 hafði Brendan Rodgers áhuga á honum en hann vildi ekki koma til Liverpool. Það er spurning hvernig Mohamed hefði vegnað ef hann hefði farið til Liverpool á þeim tímapunkti. Ekki er víst að hann hefði slegið í gegn þá eins og hann hefur gert núna!

Mohamed kemur úthvíldur til leiks eftir landsleikjahlé en landsliðsþjálfari Egyptalands ákvað að gefa honum frí. TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan