| Sf. Gutt

Mögnuð byrjun hjá Mohamed Salah



Mohamed Salah hefur byrjað betur hjá Liverpool en nokkur þorði að vona. Í fyrstu 18 leikjum sínum skoraði hann 14 mörk sem er það mesta á seinni árum. Aðeins Robbie Fowler hefur skorað jafn mörg í fyrstu 18 leikjum sínum. Daniel Sturridge skoraði 13 og þeir John Aldridge og Fernando Torres skoruðu 13 sinnum. Miðað er við fyrstu 18 leiki með Liverpool í öllum keppnum. Á þessari upptalningu má sjá að það er ekki leiðum að líkjast.  


Mohamed skoraði 15. mark sitt um helgina á móti Chelsea og hefur gjört svo í aðeins 20 leikjum. Í deildinni hefur hann skoraði 10 sinnum og er markahæstur eins og sakir standa. Deildarmörkin tíu hefur Mohamed skorað í 13 leikjum. Aðeins Daniel Sturridge hefur gert jafn vel í jafn mörgum leikjum. Robbie Fowler og Fernando Torres skoruðu sín fyrstu tíu deildarmörk í 18 leikjum. Í þessu er miðað við frá því Úrvalsdeildin var sett á stofn.


Markið sem Mohamed skoraði á móti Chelsea þýðir líka að hann er búinn að skora einu marki meira en Philippe Coutinho markakóngur Liverpool gerði á allri síðustu sparktíð.



Hvað sem úr verður með feril Mohamed Salah hjá Liverpool þá hefur hann byrjað frábærlega. Vonandi nær hann að halda áfram á sömu braut!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan