| Heimir Eyvindarson

Fimm mörk í hverjum einasta leik á móti Hughton

Sagan er svosem löngu hætt að gefa okkur, en ef eitthvað er að marka hana verður Brighton engin fyrirstaða á sunnudaginn. Chris Hughton hefur vægast sagt gengið hörmulega á móti Liverpool. 

Ef Liverpool nær í eitt stig eða fleiri á móti Brighton á sunnudaginn er Meistaradeildarsæti á næsta tímabili gulltryggt. Við vitum samt mæta vel að það er ekkert öruggt í enska boltanum, sérstaklega ekki þegar okkar menn eru annars vegar. 

Chris Hughton stjóri Brighton hefur gert góða hluti með baðstrandarliðið, sem endar leiktíðina með í það minnsta 40 stig. Það er vel ásættanlegt fyrir nýliða. Hughton hefur hinsvegar enga ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir sunnudaginn, því árangur hans gegn Liverpool er vægast sagt afleitur. 

Lið undir stjórn Hughton hafa mætt Liverpool fjórum sinnum frá árinu 2012 og Liverpool hefur skorað fimm mörk í hvert einasta skipti, sem er þrælmagnað. Markatalan er 20-4, eins og skjáskotið hér fyrir neðan sýnir. Ég vona að ég hafi ekki jinxað sunnudaginn með þessu sögubroti.

YNWA!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan