| Heimir Eyvindarson

Liverpool græddi nokkrar milljónir á döpru gengi Leipzig


Nú er keppni í Bundesligunni lokið og ljóst að Naby Keita og félagar í Leipzig enda í 6. sæti. Við það minnkar endanleg upphæð sem Liverpool þarf að greiða fyrir kappann. 

Liverpool greiddi Leipzig 48 milljónir punda fyrir Keita s.l. sumar. Í samningi milli félaganna var kveðið á um aukagreiðslur sem áttu að taka mið af gengi Leipzig í vetur. 

Ef Leipzig hefði náð Meistaradeildarsæti nú í vor hefði Liverpool þurft að bæta 11 milljónum punda við kaupverðið, en þar sem liðið endaði aðeins í 6. sæti og verður að gera sér að góðu að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili sleppur Liverpool með tæpar 5 milljónir til viðbótar. Liverpool hefur þar með sparað sér rúmar 6 milljónir punda á döpru gengi þýska liðsins.  

Í þýskum miðlum, þar á meðal Bild, er því haldið fram að upphæðin sem Liverpool sparar sér sé ennþá hærri, á nokkrum stöðum er talað um sparnað upp á 10 milljónir punda. Ekki veit ég hvað er réttast í þessu, en tölurnar í þessari frétt eru fengnar frá Paul Joyce, hann veit nú yfirleitt meira en næsti maður um málefni Liverpool. 

En við getum allavega fagnað þessu í kvöld, meðan aðrar Evrópuþjóðir horfa á Eurovision.  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan