| Sf. Gutt

Af HM


Riðlakeppni HM í Rússlandi lauk í kvöld. Þrír fulltrúar Liverpool eru komnir í sumarfrí. Mohamed Salah skoraði mark Egypta sem töpuðu óvænt 2:1 fyrir Saudi Arabíu á mánudaginn. Egyptar ollu vonbrigðum og töpuðu öllum leikjum sínum. Mohamed skoraði bæði mörk Faraóanna í keppninni. 

Á þriðjudaginn kom Dejan Lovren inn á sem varamaður í leik Króatíu og Íslands. Dæmt var víti á hann fyrir hendi og Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði leikinn úr vítinu. Króatar unnu þó leikinn 2:1 og tryggðu sér fullt hús upp úr riðlinum. Victor Moses, fyrrum lánsmaður hjá Liverpool, skoraði mark Nígeríu sem tapaði naumlega 2:1 fyrir Argentínu sem komst áfram með sigrinum.

Marko Grujic var varamaður hjá Serbum á miðvikudagskvöldið þegar þeir töpuðu 2:0 fyrir Brasilíu. Það sama má segja um Roberto Firmino. Brasilía fór áfram en Serbía er úr leik. 

Í dag var Sadio Mane í liði Senegal sem tapaði 1:0 fyrir Kólumbíu. Tapið felldi Senegal úr leik. Reyndar felldu gul spjöld Senegal úr leik því þeir voru með sömu stöðu og Japan sem fór áfram en Sengal fékk fleiri gul spjöld!


Trent Alexander-Gordon var í liði Englands sem tapaði 1:0 fyrir Belgíu. Jordan Henderson og Simon Mignolet fylgdust með af bekknum. Belgía vann riðilinn með fullu húsi. England fylgir þeim.


Helstu tíðindi í síðustu umferð riðlakeppninnar voru þau að heimsmeistarar Þjóðverja féllu úr leik eftir 2:0 tap fyrir Suður Kóreu. Á laugardaginn hefjast 16 liða úrslit.  

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan