| Grétar Magnússon

Klavan seldur til Cagliari

Ragnar Klavan var í dag seldur til ítalska félagsins Cagliari sem spila í Serie A þar í landi.


Klavan kom til félagsins sumarið 2016 og voru margir stuðningsmenn frekar fúlir með að rangur Ragnar hafi verið keyptur en eins og allir vita var Ragnar Sigurðsson í aðalhlutverki með Íslandi það sumar á EM í Frakklandi.

Sitt fyrsta tímabil á Englandi spilaði Klavan 25 leiki og skoraði eitt mark, nánar tiltekið gegn Derby County í Deildarbikarnum.  Á síðasta tímabili bætti hann um betur og spilaði 28 leiki, þar af átta í Meistaradeildinni.  Margir muna svo eftir gríðarlega mikilvægu sigurmarki hans gegn Burnley á útivelli, í leik sem vannst 1-2 og kom markið hjá Klavan á lokasekúndum leiksins.

Einhverjir setja spurningamerki við þessa sölu þar sem meiðslavandræði eru jú tíð meðal miðvarða félagsins. En Jürgen Klopp hefur víst hrifist mjög af frammistöðu Nathaniel Phillips á undirbúningstímabilinu og heimilaði því söluna á Klavan til Cagliari.

Vonandi kemur það ekki í bakið á Klopp síðar á tímabilinu því Klavan er jú gríðarlega reynslumikill leikmaður og þó að sumir hafi ekki haft mikið álit á honum þá stóð hann sig alltaf vel þegar til hans var leitað.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan