| Heimir Eyvindarson
Mohamed Salah komst enn og aftur í metabækurnar í kvöld þegar hann varð sá leikmaður í Liverpool sögunni sem er fljótastur að skora 50 mörk.
Mörkin tvö sem Salah skoraði gegn Rauðu Stjörnunni í kvöld voru númer 49 og 50 frá því að hann kom til Liverpool sumarið 2017. Algjör rugl tölfræði hjá þessum stórkostlega leikmanni.
Eldra metið átti Albert Stubbins, sem náði 50 mörkum í 77 leikjum um miðja síðustu öld. Þar á eftir kemur sjálfur Roger Hunt sem náði 50 mörkum í 79 leikjum. Fernando Torres er sá leikmaður seinni tíma sem kemst næst Egyptanum en hann þurfti 84 leiki til að ná 50 mörkum.
Rétt eins og á síðustu leiktíð hefur Salah byrjað frekar rólega í markaskoruninni, en með mörkunum tveimur í kvöld er hann nokkurnveginn á sama róli og á síðustu leiktíð. Það boðar gott, þótt maður geti auðvitað ekki ætlast til þess að hann skori yfir 40 mörk aftur. Það er mest um vert að hann er að koma sér í um það bil jafn mikið af færum og á sama tíma í fyrra.
TIL BAKA
50 mörk í 65 leikjum!
Mörkin tvö sem Salah skoraði gegn Rauðu Stjörnunni í kvöld voru númer 49 og 50 frá því að hann kom til Liverpool sumarið 2017. Algjör rugl tölfræði hjá þessum stórkostlega leikmanni.
Eldra metið átti Albert Stubbins, sem náði 50 mörkum í 77 leikjum um miðja síðustu öld. Þar á eftir kemur sjálfur Roger Hunt sem náði 50 mörkum í 79 leikjum. Fernando Torres er sá leikmaður seinni tíma sem kemst næst Egyptanum en hann þurfti 84 leiki til að ná 50 mörkum.
Rétt eins og á síðustu leiktíð hefur Salah byrjað frekar rólega í markaskoruninni, en með mörkunum tveimur í kvöld er hann nokkurnveginn á sama róli og á síðustu leiktíð. Það boðar gott, þótt maður geti auðvitað ekki ætlast til þess að hann skori yfir 40 mörk aftur. Það er mest um vert að hann er að koma sér í um það bil jafn mikið af færum og á sama tíma í fyrra.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan