| Grétar Magnússon

Paul Glatzel skrifar undir samning

Hinn 18 ára gamli Paul Glatzel hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumanna samning á ferlinum við Liverpool. Hann hefur verið hjá félaginu frá unga aldri.


Glatzel er sóknarmaður og hefur verið iðinn við kolann hjá Akademíu félagsins í gegnum árin. Hann skrifaði undir samning við félagið í sömu viku og hann varð 18 ára gamall. Hann er fyrirliði U-18 ára liðs félagsins, eins og áður sagði hefur hann verið hjá félaginu lengi en hann gekk til liðs við U9 ára lið félagsins á sínum tíma.

Til þessa hefur hann skorað 23 mörk á tímabilinu og á mánudagskvöldið var skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir U-23 ára lið félagsins í 1-0 sigri á West Ham United. Hann hefur einnig spilað fyrir UEFA unglingalið félagsins á þessu tímabili en á föstudaginn kemur verður dregið til 16-liða úrslita í UEFA Youth League og þar fær Liverpool að vita hver næsti mótherji verður.

Glatzel er fæddur í Liverpool en foreldrar hans eru þýskir og hefur hann spilað bæði fyrir unglingalandslið Þýskalands og Englands.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan