| Sf. Gutt

Nýtt met hjá Mohamed Salah!


Það er ekkert nýtt að Mohamed Salah setji met. Hann setti nýtt met í efstu deild á Englandi um helgina þegar hann jafnaði 2:2 á móti Fulham. Þar með var hann búinn að skora í fyrstu umferð deildarinnar í sex keppnistímabil í röð! Slíkt hefur ekki verið afrekað áður í efstu deild á Englandi!


Segja má að Mohamed Salah hafi lagt grunn að þessu meti í fyrsta leik sínum með Liverpool þegar hann skoraði á móti Watford í fyrstu umferð leiktíðarinnar 2017/18. Liðin gerðu þá 3:3 jafntefli í London. Á leiktíðinni 2018/19 opnaði Egyptinn markareikning sinn í 4:0 stórsigri á West Ham United á Anfield Road. 




Á keppnistímabilinu 2019/20 hóf Liverpool leik með því að vinna Norwich City 4:1 á Anfield. Á leiktíðinni á eftir byrjaði Liverpool vörn sína á Englandsmeistaratitlinum með 4:1 sigri á Leeds United á Anfield. Í þeim leik skoraði Mohamed þrennu. 


Í fyrstu umferð á síðasta keppnistímabili skoraði Mohamed Salah eitt mark í 0:3 útisigri á Norwich City. Þar með var Egyptinn kominn með fimm tímabil í röð og í gær á móti Fulham í London náði hann því sjötta í safnið og um leið meti í efstu deild!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan