| Sf. Gutt

Mohamed mættur til leiks!


Mohamed Salah er mættur til leiks eftir meiðsli. Hann er farinn að æfa og fer með liðshópi Liverpool og föruneyti til Prag. Þetta eru sannarlega góðar fréttir!

Mohamed hefur aðeins tekið þátt í tveimur leikjum með Liverpool það sem af er ársins. Eftir að hann skoraði tvö mörk á nýjársdag í 4:2 sigri á Newcastle United fór hann með egypska landsliðinu til að spila á Afríkumótinu. Mohamed meiddist þar aftan í læri og kom heim til Liverpool eftir tvo leiki. 


Mohamed kom aftur inn í liðshóp Liverpool 17. febrúar þegar liðið mætti Brentford í London. Liverpool vann 1:4, Mohamed kom inn sem varamaður í hálfleik og skoraði 19. mark sitt á leiktíðinni. Hann hefur ekki komið við sögu síðan því hann meiddist í leiknum við Brentford. 


Vonandi er Mohamed nú búinn að ná sér að fullu þannig að hann geti tekið þátt í baráttu Liverpool um þá þrjá titla sem eru í boði til loka leiktíðarinnar. Það munar um minna að hafa Kóng Egyptalands með í þeirri baráttu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan