| Sf. Gutt

Tveir eftir heima

Tveir af leikmönnum Liverpool fá frí frá landsleikjum þjóða sinni í komandi landsleikjahrotu. Það verður kærkomið fyrir þá Mohamed Salah og Darwin Núnez en það eru þeir sem eiga í hlut.

Mohamed Salah fékk frí frá leikjum Egypta. Hann er ekki meiddur. Á hinn bóginn meiddist hann í Afríkukeppninni í janúar og forráðamenn Egypta ákváðu að hann mætti vera heima og hvíla sig. 


Darwin Núnez spilaði um helgina í FA bikarnum á móti Manchester United. Hann spilaði allan leikinn og framlenginguna. Eftir leikinn fann hann fyrir einhverjum eymslum og ákveðið var að hann fengi að vera heima. 


Ibrahima Konaté er búinn að missa af síðustu leikjum en var samt valinn í franska landsliðið. Það er nokkuð undarlegt að hann hafi verið valinn þó hann hafi verið á batavegi. 

Luis Díaz og Cody Gakpo fundu líka fyrir einhverju í leiknum um helgina. Þeir fara samt með landsliðum sínum í þau verkefni sem bíða þeirra.  

Alls hafa 15 af þeim leikmönnum Liverpool sem hafa mest spilað síðustu vikur verið valdir á sín landslið. Vonandi koma þeir heilir heim til Liverpool!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan