| Guðmundur Halldórsson
TIL BAKA
Verður barið á Basel?
Gérard Houllier hefur beðið leikmenn sína um að vanmeta ekki styrk Basel enda sýndi sig í fyrra að þessi svokölluðu litlu lið geta bitið frá sér, samanber Boavista. Liverpool hefur aldrei mætt Basel í alvöru leik en ef það segir eitthvað þá hefur liðið sigrað fimm af þeim sex leikjum sem leiknir hafa verið við svissnesk lið.
Lið Basel
Tvöfaldir meistarar í Sviss og urðu deildarmeistarar síðasta vor eftir 22 ára bið. Sá sem menn þekkja best í herbúðum liðsins er þjálfarinn, Christian Gross, sem stýrði Tottenham fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að segja að hann hafi slegið í gegn á Englandi en hann hefur náð fínum árangri sem þjálfari í Sviss og stýrði m.a. Grasshoppers í Meistaradeildinni á leiktíðinni 1996-1997 og býr því yfir mikilvægri reynslu.
Frammistaða Basel í umspili Meistaradeildarinnar
Í umspili Meistaradeildarinnar lá leið liðsins í gegnum MSK Zilina frá Slóvakíu, sem liðið vann samanlagt 4-1, og Glasgow Celtic 3-3 með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaðan gegn Celtic gefur fullt tilefni til að taka þetta lið alvarlega.
Uppstilling og leikmenn sem vert er að gefa auga
Liðið er töluvert sókndjarft og Gross er ófeiminn við að breyta taktík liðsins en heldur sig þó venjulega við hefðbundna 4-4-2. Hann var þó með þriggja manna sóknarlínu gegn Spartak en færir líklega þriðja sóknarmanninn aftar á völlinn í þessum leik. Það eru ekki þekktustu leikmenn heims sem leika með Basel en eru sagðir mynda góða liðsheild og það er mikill baráttuandi sem jafnan einkennir lið undir stjórn Gross. Það eru þó vissulega einstakir leikmenn sem standa upp úr og vert er að gefa auga:
Murat Yakin
Þessi 28 ára svissneski landsliðsmaður er leiðtoginn í vörn Basel og hann er ennfremur fyrirliði liðsins. Mjög sterkur í loftinu og skapar jafnan mikla hættu í vítateig andstæðinganna og á það til að bomba á markið úr aukaspyrnum. Hann skoraði 7 mörk í 32 deildarleikjum á síðustu leiktíð, sem telst gott hjá varnarmanni, og er dýrkaður af stuðningsmönnum Basel. Til gamans má geta að bróðir hans, Hakan, er sóknarmaður hjá liðinu.
Christian Giménez
Hann er 28 ára gamall argentískur sóknarmaður sem gekk til liðs við Basel sumarið 2001, frá Lugano, og lék þar áður með Boca Juniors. Hann sló strax í gegn með 26 mörkum í 31 leik á sinni fyrstu leiktíð með Basel og lét síðan finna fyrir sér í umspili Meistaradeildarinnar í haust og skoraði tvö mörk í seinni leiknum gegn Zilina og eitt í hvorum leik gegn Celtic. Hann þykir mjög duglegur í leikjum, sífellt á hreyfingu og leggur sitt af mörkum í varnarleiknum. Þrátt fyrir það er hann sagður mjög teknískur, góður dripplari og er algjör hrægammur í teignum. Mörk hans eru ekki þau fallegustu í bransanum en þau telja jafnmikið fyrir það.
Julio Hernan Rossi
Hann var keyptur frá Lugano nú í sumar en þar var hann samherji Giménez í framlínu liðsins. Hann er 25 ára og kemur einnig frá Argentínu, þar sem hann lék með River Plate. Það er mikil spenna í herbúðum Basel fyrir samstarfi Argentínumannana og vonast er til að samvinna þeirra muni vinna nógu mörg stig í þessum riðli. Rossi leikur venjulega aðeins fyrir aftan Giménez og skapar mikið af færum. Hann skoraði annað mark Basel í sigrinum á Moskvu í síðustu viku.
Frammistaða liðanna á leiktíðinni
Í Meistaradeildinni lá Liverpool í síðustu viku fyrir Valencia, 2-0 og voru það fyllilega sanngjörn úrslit. En um helgina lék liðið á heimvelli gegn WBA og hafði 2-0 sigur með mörkum frá Baros og Riise og var það í fyrsta sinn síðan 24. ágúst sem liðið fær ekki á sig mark.
Basel hafði sigur í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, vann Spartak Moskvu 2-0 á heimvelli og hefði sá sigur alveg getað orðið stærri því slíkir voru yfirburðir liðsins. Á laugardag lék liðið á útivell við Neuchatel Xamas og gerði 1-1 jafntefli en hvíldi marga lykilmenn. Annars er liðið í öðru sæti svissnesku deildarinnar með 25 stig eftir þrettán leiki og markatöluna 32-16.
Liðsfréttir
Markaþurrð Michael Owen hélt áfram um helgina og í annað sinn á leiktíðinni lét hann verja frá sér vítaspyrnu. Milan Baros skoraði gott mark og má telja líklegt að hann haldi sæti sínu í liðinu. Smicer verður frá vegna tábrotsins í tvær vikur í viðbót. Didi Hamann fékk að líta rautt spjald gegn Valencia og tekur út ein leiks bann í þessum leik.
Miðvallarleikmaður Basel, Antonio Esposito, er í banni en fyrir utan það ætti Gross að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Þeir leikmenn sem voru hvíldir um helgina koma þá ferskir til leiks.
Líkleg byjunarlið
Liverpool: Dudek; Carragher, Henchoz, Hyypia, Riise; Heskey, Gerrard, Murphy, Cheyrou; Owen, Baros.
Basel: Zuberbuhler; Quennos, Haas, Duruz, Murat Yakin; Chipperfield, Hakan Yakin, Barberis, Cantaluppi; Rossi.,Giménez.
Spá liverpool.is
Höfðum rétt fyrir okkur varðandi síðasta leik og þá er bara að halda því áfram. Liverpool vinnur þennan leik 3-1 með tveimur mörkum frá Owen og einu frá Murphy. Já, það er búið að spá mörkum frá Owen nokkrum sinnum en nú hljóta þau að koma!
Er hægt að sjá leikinn?
Leikurinn er ekki sýndur á Sýn en er sýndur á Premier Sport 1 og ITV 2. Hann er til dæmis í beinni á Ölveri og hefst klukkan 18.45.
Lið Basel
Tvöfaldir meistarar í Sviss og urðu deildarmeistarar síðasta vor eftir 22 ára bið. Sá sem menn þekkja best í herbúðum liðsins er þjálfarinn, Christian Gross, sem stýrði Tottenham fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að segja að hann hafi slegið í gegn á Englandi en hann hefur náð fínum árangri sem þjálfari í Sviss og stýrði m.a. Grasshoppers í Meistaradeildinni á leiktíðinni 1996-1997 og býr því yfir mikilvægri reynslu.
Frammistaða Basel í umspili Meistaradeildarinnar
Í umspili Meistaradeildarinnar lá leið liðsins í gegnum MSK Zilina frá Slóvakíu, sem liðið vann samanlagt 4-1, og Glasgow Celtic 3-3 með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaðan gegn Celtic gefur fullt tilefni til að taka þetta lið alvarlega.
Uppstilling og leikmenn sem vert er að gefa auga
Liðið er töluvert sókndjarft og Gross er ófeiminn við að breyta taktík liðsins en heldur sig þó venjulega við hefðbundna 4-4-2. Hann var þó með þriggja manna sóknarlínu gegn Spartak en færir líklega þriðja sóknarmanninn aftar á völlinn í þessum leik. Það eru ekki þekktustu leikmenn heims sem leika með Basel en eru sagðir mynda góða liðsheild og það er mikill baráttuandi sem jafnan einkennir lið undir stjórn Gross. Það eru þó vissulega einstakir leikmenn sem standa upp úr og vert er að gefa auga:
Murat Yakin
Þessi 28 ára svissneski landsliðsmaður er leiðtoginn í vörn Basel og hann er ennfremur fyrirliði liðsins. Mjög sterkur í loftinu og skapar jafnan mikla hættu í vítateig andstæðinganna og á það til að bomba á markið úr aukaspyrnum. Hann skoraði 7 mörk í 32 deildarleikjum á síðustu leiktíð, sem telst gott hjá varnarmanni, og er dýrkaður af stuðningsmönnum Basel. Til gamans má geta að bróðir hans, Hakan, er sóknarmaður hjá liðinu.
Christian Giménez
Hann er 28 ára gamall argentískur sóknarmaður sem gekk til liðs við Basel sumarið 2001, frá Lugano, og lék þar áður með Boca Juniors. Hann sló strax í gegn með 26 mörkum í 31 leik á sinni fyrstu leiktíð með Basel og lét síðan finna fyrir sér í umspili Meistaradeildarinnar í haust og skoraði tvö mörk í seinni leiknum gegn Zilina og eitt í hvorum leik gegn Celtic. Hann þykir mjög duglegur í leikjum, sífellt á hreyfingu og leggur sitt af mörkum í varnarleiknum. Þrátt fyrir það er hann sagður mjög teknískur, góður dripplari og er algjör hrægammur í teignum. Mörk hans eru ekki þau fallegustu í bransanum en þau telja jafnmikið fyrir það.
Julio Hernan Rossi
Hann var keyptur frá Lugano nú í sumar en þar var hann samherji Giménez í framlínu liðsins. Hann er 25 ára og kemur einnig frá Argentínu, þar sem hann lék með River Plate. Það er mikil spenna í herbúðum Basel fyrir samstarfi Argentínumannana og vonast er til að samvinna þeirra muni vinna nógu mörg stig í þessum riðli. Rossi leikur venjulega aðeins fyrir aftan Giménez og skapar mikið af færum. Hann skoraði annað mark Basel í sigrinum á Moskvu í síðustu viku.
Frammistaða liðanna á leiktíðinni
Í Meistaradeildinni lá Liverpool í síðustu viku fyrir Valencia, 2-0 og voru það fyllilega sanngjörn úrslit. En um helgina lék liðið á heimvelli gegn WBA og hafði 2-0 sigur með mörkum frá Baros og Riise og var það í fyrsta sinn síðan 24. ágúst sem liðið fær ekki á sig mark.
Basel hafði sigur í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, vann Spartak Moskvu 2-0 á heimvelli og hefði sá sigur alveg getað orðið stærri því slíkir voru yfirburðir liðsins. Á laugardag lék liðið á útivell við Neuchatel Xamas og gerði 1-1 jafntefli en hvíldi marga lykilmenn. Annars er liðið í öðru sæti svissnesku deildarinnar með 25 stig eftir þrettán leiki og markatöluna 32-16.
Liðsfréttir
Markaþurrð Michael Owen hélt áfram um helgina og í annað sinn á leiktíðinni lét hann verja frá sér vítaspyrnu. Milan Baros skoraði gott mark og má telja líklegt að hann haldi sæti sínu í liðinu. Smicer verður frá vegna tábrotsins í tvær vikur í viðbót. Didi Hamann fékk að líta rautt spjald gegn Valencia og tekur út ein leiks bann í þessum leik.
Miðvallarleikmaður Basel, Antonio Esposito, er í banni en fyrir utan það ætti Gross að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Þeir leikmenn sem voru hvíldir um helgina koma þá ferskir til leiks.
Líkleg byjunarlið
Liverpool: Dudek; Carragher, Henchoz, Hyypia, Riise; Heskey, Gerrard, Murphy, Cheyrou; Owen, Baros.
Basel: Zuberbuhler; Quennos, Haas, Duruz, Murat Yakin; Chipperfield, Hakan Yakin, Barberis, Cantaluppi; Rossi.,Giménez.
Spá liverpool.is
Höfðum rétt fyrir okkur varðandi síðasta leik og þá er bara að halda því áfram. Liverpool vinnur þennan leik 3-1 með tveimur mörkum frá Owen og einu frá Murphy. Já, það er búið að spá mörkum frá Owen nokkrum sinnum en nú hljóta þau að koma!
Er hægt að sjá leikinn?
Leikurinn er ekki sýndur á Sýn en er sýndur á Premier Sport 1 og ITV 2. Hann er til dæmis í beinni á Ölveri og hefst klukkan 18.45.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan