Liverpool býður í Bonera
Ítalski varnarmaðurinn Daniele Bonera er einn af aðalskotmörkum Rafa Benítez og nú hefur Liverpool sent inn formlegt tilboð í kappann, en einnig eru nokkur lið úr seríu A inni í myndinni.
"Hluthafar félagsins hafa sagt mér að selja hann ekki," sagði Oreste Cinquini, forstjóri íþróttamála hjá Parma við GRT útvarpsstöðina. "En Liverpool sýna honum mikinn áhuga."
"Ef að tilboð nær ákveðinni upphæð þá er ég skuldbundinn til að upplýsa embættismenn félagsins um það."
"Inter hafa einnig boðið í kappann ásamt einu öðru ítölsku sería A liði.
Þrátt fyrir að Parma séu tregir til að selja Bonera gæti tilboð uppá 6-7 milljónir evra (4,1 - 4,78 milljónir punda) freistað Gialloblu knattspyrnustjóra Parma.
Það er rétt rúmur sólahringur þangað til enski leikmannaglugginn lokar og ennþá bólar ekkert á góðum miðverði né hægri kanti, en það eru stöðurnar sem voru fremst í forgangsröðinni hjá Rafa Benítez..
En við sjáum hvað setur.
-
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan?