| Hjörtur Örn Eysteinsson

Nando: Við getum ennþá unnið titilinn!

Fernando Morientes trúir því að Liverpool getur enþá náð Chelsea og tekið þátt í baráttunni um titilinn.

Rauði herinn mætir Portsmoth á morgun, 15 stingum á eftir Lundúnaliðinu með tvo leiki til góða.

Með tvö sigra í röð í deildinni á bakinu og aðeins einu stigi frá áframhaldandi keppni í meistaradeildinni, Morientes er fullviss að Liverpool sé að ná því formi sem til þarf til að klifra upp töfluna á næstu vikum.

,,Við eigum tvo leiki til góða á Chelsea og ef við vinnum þá báða verðum við 9 stigum á eftir þeim, sem eru aðeins þrjú úrslit.” segir Nando. ,,Ég trúi því að við getum náð þeim og það munum við gera. Við ætlum að vinna titilinn.

,,Við byrjuðum deildina frekar illa, en það er ekki það skiptir ekki máli. Frammistaða okkar í framhaldinu er það sem skiptir máli núna og okkar hlakkar til að ljúka deildinni í sterkri stöðu. Það hefur tekið lengri tíma en við vildum að ná okkar besta formi en við erum að ná því núna.

,,Við verðum að vinna heimaleikinn gegn Portsmoth, svo einfalt er það. Þetta verður ekki auðveldur leikur, vegna þess að þeir eru hættulegt lið. Portsmoth hefur kannski ekki átt gott tímabil það sem af er, en á þeirra geta þeir verið mjög hættulegir.” segir framherjinn kokhrausti.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan