| Sf. Gutt

Nýr talinn líklegur eftirmaður Jürgen Klopp!


Nýr maður er kominn inn í myndina sem líklegur eftirmaður Jürgen Klopp. Um er að ræða Hollending sem hefur gert góða hluti. 

Arne Slot, sem er framkvæmdastjóri Feyenoord, er nú talinn mest spennandi í augum forráðamanna Liverpool. Hann gerði liðið að hollenskum meisturum á síðasta keppnistímabili. Um helgina vann Feyenoord hollensku bikarkeppnina. Arne tók við Feyenoord árið 2021. Áður hafði hann stýrt AZ Alkmaar á leiktíðinni 2019/20.

Xabi Alonso var auðvitað efstur á blaði þegar tilkynnt var að Jürgen Klopp myndi hætta eftir leiktíðina. Næstur fór Ruben Amorim efst á blaðið en nú er talið að hann komi ekki til Liverpool. En nú virðist Arne kominn efst á blað. 

Þjóðverjinn Julian Nagelsmann var einn af þeim sem orðaður var við Liverpool. Hann framlengdi samning sinn við þýska landsliðið rétt um daginn. 

Sama má segja um Unai Emery framkvæmdastjóra Aston Villa. Einhverjir töldu að hann myndi kannski koma til álita. Tilkynnt var í dag að hann hefði lengt í samningi sínum við Villa. 

Nokkrir aðrir hafa verið orðaðir við Liverpool. En nú virðist að Arne sé talinn líklegastur. Það segir sína sögu að BBC flutti í gær frétt um að Hollendingurinn komi vel til álita sem næsti framkvæmdastjóri Liverpool. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan