Þrír Evrópumeistarar!
Liverpool eignaðist þrjá Evrópumeistara í gærkvöldi þegar enska undir 21. árs landsliðið vann Evrópukeppni landsliða. Einn af þeim var valinn besti maður mótsins.
England og Þýskaland léku til úrslita á mótinu. Harvey Elliott og Jarrell Quansah voru í byrjunarliði Englands. Tayler Morton var á bekknum en kom inn á mínútu fyrir leikhlé.
Harvey kom Englandi yfir eftir fimm mínútur. Omari Hutchinson jók forustu Englands á 24. mínútu. Þjóðverjar gáfust ekki upp og löguðu stöðuna í viðbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir jöfnuðu svo á 61. mínútu. Framlengja varð leikinn. Jonathan Rowe skoraði sigurmark enskra á 92. mínútu. Hann skallaði þá í markið eftir fyrirgjöf Tayler. Stórgóður úrslitaleikur!
Þetta er annar Evrópumeistaratitill Harvey Elliott í þessum aldursflokki. Enska liðið varði titil sinn frá síðasta móti fyrir tveimur árum.
Þeir þremenningar stóðu sig mjög vel á mótinu. Harvey þó allra best og reyndar allra manna best. Hann var valinn Leikmaður mótsins. Harvey lék sex leiki og skoraði fimm mörk. Hann var þrívegis valinn Maður leiksins! Frábært mót hjá honum!
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool