)

Gerard Houllier

Töluvert mæðir á stjóra Liverpool þessa stundina. Ýmislegt sem hann er gagnrýndur fyrir á fullan rétt á sér en ljóst er að hann fær allavega út þetta tímabil og fyrri part af því næsta til að koma liðinu í rétta gírinn annars verða dagar hans taldir innan eins árs.

Houllier reynir að halda ró sinni: "Ég er viss um að við eigum flest skot á mark af öllum liðum í deildinni sem er ekki slæmt fyrir lið sem kallað hefur verið leiðinlegt. Við ættum að sýna smá meiri yfirvegun fyrir framan markið og leggja meira upp úr samspili. Leikmenn halda að þeir geti orðið bjargvætturinn sem er ágætt útaf fyrir sig en við gætum átt fleiri marktækifæri ef menn myndu leika saman meira er nær dregur vítateig andstæðinganna. Við verðum bara að halda haus þar til þessu lýkur og við komumst aftur í gang."

TIL BAKA