Hillsborough slysið
Þann 15. apríl 1999 voru liðin tíu ár frá Hillsborough slysinu sem kostaði 96 aðdáendur Liverpool lífið. Þennan dag hefur alltaf verið haldin minningarathöfn á Anfield til að minnast þeirra sem létust. Stjórnarmenn, þjálfarar og leikmenn Liverpool hafa alltaf mætt til að sýna þeim sem um sárt eiga að binda samstöðu. Oftar en ekki má sjá fyrrum leikmenn Liverpool meðal þeirra sem nú leika með liðinu. Ian Rush, John Aldridge og fleiri voru komnir á sinn gamla heimavöll þetta árið. Það mættu rúmlega 10.000 manns á Anfield Road í rigningunni til að minnast þeirra sem fóru til Sheffield á sólbjörtum vordegi til að horfa á hetjurnar sínar spila fótbolta og komu aldrei aftur.
James Jones biskupinn í Liverpool tók fyrstur til máls og ávarpaði fólkið. Viðstaddir sungu sálminn "Abide With Me" sem er jafnan sunginn á Wembley á hverju vori áður en bikarúrslitaleikurinn hefst. Því næst voru nöfn þeirra sem létust lesin upp. Niðri á vellinum fyrir framan stúkuna hafði verið kveikt á 96 kertum. Glæsilegur kór söng Amazing Grace. Klukkan rúmlega þrjú gekk Ray Lewis, dómarinn sem dæmdi leikinn örlagaríka tíu árum áður, út á völlinn. Hann var í gamla dómarabúningnum sínum og sneri sér í átt að The Kop. Nákvæmlega klukkan sex mínútur yfir þrjú blés hann í flautu sína til merkis um einnar mínútu þögn. Það var ekki bara á Anfield sem þögnin ríkti. Um alla Liverpool borg var þögn. Fólk stoppaði á götum úti og hvar sem það var statt. Bílstjórar stöðvuðu bíla sína og drápu á þeim. Það heyrðist ekkert í eina mínútu nema dimmur hljómur kirkjuklukkna.
Trevor Hicks ávarpaði samkomuna. Hann missti tvær dætur sínar í Sheffield. Sarah var 19 ára og Vicki 15 ára. Meirihluti þeirra sem létust vou undir tvítugsaldri. Allt frá því slysið átti sér stað hefur Trevor verið í forsvari fyrir aðstandendur þeirra sem létust. Hann hefur verið óþreytandi við að berjast við kerfið og reyna að ná því fram að þeir sem voru ábyrgir fyrir slysinu verði látnir sæta ábyrgð. Því miður náði kerfið að sigra að lokum og þeir sem ábyrgir voru sluppu lausir allra mála.
Trevor sagði við þann hóp sem samankominn var á Anfield: "Í dag minnumst við þeirra 96 og óskum að allt væri öðruvísi. Við vitum að við fáum þau ekki aftur en við reynum að sætta okkur við það og skilja af hverju svo er. Við leitum svara, útskýringa, sannleikans og réttlætis."
Að lokum bað Trevor alla að syngja You´ll Never Walk Alone. Þjóðsöngurinn fyllti Anfield Road sínum táknrænu orðum sem aldrei fyrr.
Það voru gerð skelfileg mistök á Hillsborough þegar áhorfendum var hleypt inn á Leppings Lane áhorfendastæðin sem voru yfirfull. Lögreglan og aðrir þeir sem stóðu að framkvæmd þessa undanúrslitaleiks bikarins bera ábyrgð. Liverpool og Nottingham Forest áttu ekki sök á. Lið þeirra og áhangendur voru bara komin til að spila og horfa á knattspyrnu þar sem sæti á Wembley var í boði. En eins og á Heysel leikvanginum í Brussel 1985 stóðu framkvæmdaaðilar leiksins sig ekki í stykkinu og eftir stendur að á annaðhundrað knattspyrnuáhangendur létust. Í báðum tilfellum hafa þeir sem bera hina raunverulega ábyrgð reynt fram í rauðan dauðann að verja sig. Ástæður þessara slysa voru ólíkar. Heysel slysið varð vegna þess að "áhangendum" Liverpool,ef svo skyldi kalla, og Juventus var stillt eftirlitslítið saman hlið við hlið í sömu stúkuna. Reyndar var léttvæg girðing á milli. En hvernig í ösköpunum stóð á því að framkvæmdaaðilum datt slíkt í hug? Fjórum árum seinna var hægt að spyrja svipað. Hvernig í ósköpunum datt framkvæmdaaðilum leiksins að hleypa fleira fólki inn á völlinn en hafði til þess miða? En í báðum tilfellum er það öruggt mál að þeir sem fóru á völlinn hefðu komið heim aftur ef framkvæmd leikjanna hefði verið skynsamleg og í lagi. Það sannast hér sem oft að ef opinberum aðilum verður á er allt gert til að fela sannleikann.
Bill Shankly sagði einu sinni: "Knattspyrna snýst ekki um líf og dauða. Hún er miklu mikilvægari." Þetta er ein frægasta tilvitnun af mörgum sem Bill slengdi fram. Hún er í sjálfu sér snilld og það býr ákveðin hugsun að baki hennar. En 15. apríl 1989 breyttist allt fyrir alltof marga. Um leið fékk You´ll Never Walk Alone einkennissöngur Liverpool og texti hans nýja merkingu.
You´ll Never Walk Alone
John Alfred Anderson (62)
Thomas Howard (39)
Colin Mark Ashcroft (19)
Thomas Anthony Howard (14)
James Gary Aspinall (18)
Eric George Hughes (42)
Kester Roger Marcus Ball (16)
Alan Johnston (29)
Gerard Bernard Patrick Baron (67)
Christine Anne Jones (27)
Simon Bell (17)
Gary Philip Jones (18)
Barry Sidney Bennett (26)
Richard Jones (25)
David John Benson (22)
Nicholas Peter Joynes (27)
David William Birtle (22)
Anthony Peter Kelly (29)
Graham John Wright (17)
Michael David Kelly (38)
Paul David Brady (21)
Carl David Lewis (18)
Andrew Mark Brookes (26)
David William Mather (19)
Carl Brown (18)
Brian Christopher Mathews (38)
David Steven Brown (25)
Francis Joseph McAllister (27)
Henry Thomas Burke (47)
John McBrien (18)
Peter Andrew Burkett (24)
Marion Hazel McCabe (21)
Paul William Carlile (19)
Joseph Daniel McCarthy (21)
Raymond Thomas Chapman (50)
Peter McDonnell (21)
Gary Christopher Church (19)
Alan McGlone (28)
Joseph Clark (29)
Keith McGrath (17)
Paul Clark (18)
Paul Brian Murray (14)
Gary Collins (22)
Lee Nicol (14)
Stephen Paul Copoc (20)
Stephen Francis O'Neill (17)
Tracey Elizabeth Cox (23)
Jonathon Owens (18)
James Philip Delaney (19)
William Roy Pemberton (23)
Christopher Barry Devonside (18)
Carl William Rimmer (21)
Christopher Edwards (29)
David George Rimmer (38)
Vincent Michael Fitzsimmons (34)
Graham John Roberts (24)
Thomas Steven Fox (21)
Steven Joseph Robinson (17)
Jon-Paul Gilhooley (10)
Henry Charles Rogers (17)
Barry Glover (27)
Colin Andrew Hugh William Sefton (23)
Ian Thomas Glover (20)
Inger Shah (38)
Derrick George Godwin (24)
Paula Ann Smith (26)
Roy Harry Hamilton (34)
Adam Edward Spearritt (14)
Philip Hammond (14) Philip John Steele (15)
Eric Hankin (33)
David Leonard Thomas (23)
Gary Harrison (27)
Patrik John Thompson (35)
Stephen Francis Harrison (31)
Peter Reuben Thompson (30)
Peter Andrew Harrison (15)
Stuart Paul William Thompson (17)
David Hawley (39)
Peter Francis Tootle (21)
James Robert Hennessy (29)
Christopher James Traynor (26)
Paul Anthony Hewitson (26)
Martin Kevin Traynor (16)
Carl Darren Hewitt (17)
Kevin Tyrrell (15)
Nicholas Michael Hewitt (16)
Colin Wafer (19)
Sarah Louise Hicks (19)
Ian David Whelan (19)
Victoria Jane Hicks (15)
Gordon Rodney Horn (20)
Martin Kenneth Wild (29)
Kevin Daniel Williams (15)
Arthur Horrocks (41)
Tony Bland (22)