)
Á undanförnum árum hafa lesendur Liverpool.is valið Mann ársins í vefkosningu. Dómur lesenda kvað á um að Jürgen Klopp væri Maður ársins 2016 hjá Liverpool.
Þegar árið 2016 gekk í garð hafði Jürgen Klopp aðeins verið framkvæmdastjóri Liverpool í tæpa þrjá mánuði. Þá þegar hafði hann áunnið sér miklar vinsældir og segja má að strax frá fyrsta degi hafi hann slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Liverpool. Í fyrsta viðtali sínu á Englandi sagði hann að að stuðningsmenn Liverpool yrðu að breyta hugarfari sínu frá því að efast yfir í að þeir hefðu trú á málstaðnum!
,,Sá venjulegi" eins og hann nefndi sjálfan sig á fyrsta blaðamannafundi sínum á Anfield hófst strax handa við að gera sitt til þess að ná truasti og trú stuðningsmanna Liverpool. Í janúar leiddi hann Liverpool síðasta spölinn til Wembley í Deildarbikarúrslitaleikinn en Brendan Rodgers hafði tekið fyrstu skrefin. Liverpool stóð sig vel í úrslitaleiknum á móti Manchester City og jafnaði 1:1 eftir að hafa lent undir. Ekki náðist að gera út um leikinn í venjulegum leiktíma og ekki heldur í framlengingu. Vítaspyrnukeppnin varð sú versta í sögu Liverpool hvað nýtingu áhrærði og City fagnaði sigri.
Önnur vegferð sem Brendan hóf endaði líka í úrslitaleik. Í Basel mætti Liverpool Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar. Þangað hafði Liverpool komist eftir frábæra leiki. Manchester United og Borussia Dortmund lágu í valnum eftir magnaðar rimmur og Villarreal náði ekki að stöðva Rauða herinn í undanúrslitunum. Frábær byrjun Liverpool í Basel kom fyrir ekkert eftir að spænska liðið gerði út um leikinn í síðari hálfleik og vann keppnina þriðja árið í röð.
Tvö töp í úrsitaleikjum voru mikil vonbrigði og nú hafði Jürgen tapað fimm úrslitaleikjum í röð ef með eru taldir síðustu úrslitaleikir hans með Borussia Dortmund. Sannarlega ekki sannfærandi en ef litið var á heildarmyndina var ekki annað hægt en að segja að Jürgen hefði náð fram því sem hann stefndi að frá upphafi með því að auka trú stuðningsmanna Liverpool.
Leiktíðin 2016/17 gat ekki byrjað betur þegar Liverpool vann magnaðan útisigur 3:4 á Arsenal. Undir kvöld á síðasta degi ársins 2016 vann Liverpool 1:0 sigur á Manchester City og liðið var sannarlega með í toppbaráttunni. Liðið hafði náð miklum framförum á árinu og handbragð Þjóðverjans leyndi sér ekki.
Víst er að Jürgen Klopp nær til stuðningsmanna þeirra liða sem hann hefur stýrt. Hann var í hávegum hafður hjá Mainz 05 og Borussia Dortmund. Hann leggur allt sitt í starfið og það er líf og fjör í kringum hann. Tilsvör hans fá gjarnan flug vegna frumlegheita og fyndni en sjálfur segir hann að það sé vegna þess að hann hugsi ekki alltaf til enda hvað hann ætlar að segja!
Jürgen er samt enginn trúður. Hann tekur starfið alvarlega og er vakinn og sofandi yfir velferð manna sinna og félagsins sem hann er að stjórna. Hann trúir á ákveðnar aðferðir til að gera liðin sín sigursæl. Hraði, pressa, dugnaðarforkar og hæfileikaríkir leikmenn. Ætli þetta geti ekki verið uppskriftin. Að minnsta kosti voru þetta einkenni Borussia Dortmund. Það sem af er valdatíðar hans hjá Liverpool má alveg sjá að hann er að reyna það sama og færði tvo meistaratitla og einn bikartitil til Dortmund. Hvort þetta gengur eftir hjá Liverpool á eftir að koma í ljós en það er klárt að vegferðin með Jürgen Klopp verður ekki farin hægt og hljótt. Hugmyndafræði Jürgen er ávísun á skemmtilegt ferðalag!
Sf. Gutt.
Hér eru niðurstöður í kjöri á Manni ársins á Liverpool.is fyrir árið 2016.
Jürgen Klopp 45%
Adam Lallana 39%
Philippe Coutinho 13%
Roberto Firmino 1%
Einhver annar en þeir sem hér eru nefndir. 0%
Greidd og gild atkvæði voru 508.
Fyrrum menn árins hjá Liverpool.is.
Maður ársins hjá Liverpool 2015 - Philippe Coutinho
Maður árins hjá Liverpool 2014 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2013 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2012 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2011 - Kenny Dalglish.
Maður ársins hjá Liverpool 2010 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2009 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2008 - Fernando Torres.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2007 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2006 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2005 - Rafael Benítez.
TIL BAKA
Jürgen Norbert Klopp
Á undanförnum árum hafa lesendur Liverpool.is valið Mann ársins í vefkosningu. Dómur lesenda kvað á um að Jürgen Klopp væri Maður ársins 2016 hjá Liverpool.
Þegar árið 2016 gekk í garð hafði Jürgen Klopp aðeins verið framkvæmdastjóri Liverpool í tæpa þrjá mánuði. Þá þegar hafði hann áunnið sér miklar vinsældir og segja má að strax frá fyrsta degi hafi hann slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Liverpool. Í fyrsta viðtali sínu á Englandi sagði hann að að stuðningsmenn Liverpool yrðu að breyta hugarfari sínu frá því að efast yfir í að þeir hefðu trú á málstaðnum!
,,Sá venjulegi" eins og hann nefndi sjálfan sig á fyrsta blaðamannafundi sínum á Anfield hófst strax handa við að gera sitt til þess að ná truasti og trú stuðningsmanna Liverpool. Í janúar leiddi hann Liverpool síðasta spölinn til Wembley í Deildarbikarúrslitaleikinn en Brendan Rodgers hafði tekið fyrstu skrefin. Liverpool stóð sig vel í úrslitaleiknum á móti Manchester City og jafnaði 1:1 eftir að hafa lent undir. Ekki náðist að gera út um leikinn í venjulegum leiktíma og ekki heldur í framlengingu. Vítaspyrnukeppnin varð sú versta í sögu Liverpool hvað nýtingu áhrærði og City fagnaði sigri.
Önnur vegferð sem Brendan hóf endaði líka í úrslitaleik. Í Basel mætti Liverpool Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar. Þangað hafði Liverpool komist eftir frábæra leiki. Manchester United og Borussia Dortmund lágu í valnum eftir magnaðar rimmur og Villarreal náði ekki að stöðva Rauða herinn í undanúrslitunum. Frábær byrjun Liverpool í Basel kom fyrir ekkert eftir að spænska liðið gerði út um leikinn í síðari hálfleik og vann keppnina þriðja árið í röð.
Tvö töp í úrsitaleikjum voru mikil vonbrigði og nú hafði Jürgen tapað fimm úrslitaleikjum í röð ef með eru taldir síðustu úrslitaleikir hans með Borussia Dortmund. Sannarlega ekki sannfærandi en ef litið var á heildarmyndina var ekki annað hægt en að segja að Jürgen hefði náð fram því sem hann stefndi að frá upphafi með því að auka trú stuðningsmanna Liverpool.
Leiktíðin 2016/17 gat ekki byrjað betur þegar Liverpool vann magnaðan útisigur 3:4 á Arsenal. Undir kvöld á síðasta degi ársins 2016 vann Liverpool 1:0 sigur á Manchester City og liðið var sannarlega með í toppbaráttunni. Liðið hafði náð miklum framförum á árinu og handbragð Þjóðverjans leyndi sér ekki.
Víst er að Jürgen Klopp nær til stuðningsmanna þeirra liða sem hann hefur stýrt. Hann var í hávegum hafður hjá Mainz 05 og Borussia Dortmund. Hann leggur allt sitt í starfið og það er líf og fjör í kringum hann. Tilsvör hans fá gjarnan flug vegna frumlegheita og fyndni en sjálfur segir hann að það sé vegna þess að hann hugsi ekki alltaf til enda hvað hann ætlar að segja!
Jürgen er samt enginn trúður. Hann tekur starfið alvarlega og er vakinn og sofandi yfir velferð manna sinna og félagsins sem hann er að stjórna. Hann trúir á ákveðnar aðferðir til að gera liðin sín sigursæl. Hraði, pressa, dugnaðarforkar og hæfileikaríkir leikmenn. Ætli þetta geti ekki verið uppskriftin. Að minnsta kosti voru þetta einkenni Borussia Dortmund. Það sem af er valdatíðar hans hjá Liverpool má alveg sjá að hann er að reyna það sama og færði tvo meistaratitla og einn bikartitil til Dortmund. Hvort þetta gengur eftir hjá Liverpool á eftir að koma í ljós en það er klárt að vegferðin með Jürgen Klopp verður ekki farin hægt og hljótt. Hugmyndafræði Jürgen er ávísun á skemmtilegt ferðalag!
Sf. Gutt.
Hér eru niðurstöður í kjöri á Manni ársins á Liverpool.is fyrir árið 2016.
Jürgen Klopp 45%
Adam Lallana 39%
Philippe Coutinho 13%
Roberto Firmino 1%
Einhver annar en þeir sem hér eru nefndir. 0%
Greidd og gild atkvæði voru 508.
Fyrrum menn árins hjá Liverpool.is.
Maður ársins hjá Liverpool 2015 - Philippe Coutinho
Maður árins hjá Liverpool 2014 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2013 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2012 - Luis Suarez.
Maður ársins hjá Liverpool 2011 - Kenny Dalglish.
Maður ársins hjá Liverpool 2010 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2009 - Jose Reina.
Maður ársins hjá Liverpool.is 2008 - Fernando Torres.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2007 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2006 - Steven Gerrard.
Maður ársins hjá Liverpool.is árið 2005 - Rafael Benítez.