)

Allt liðið

Liverpool.is hefur komist að þeirri niðurstöðu að allt liðið eigi það skilið að verða útnefnt menn vikunnar eftir hreint frábæra frammistöðu gegn Manchester United á laugardaginn. Fyrir utan það að eiga hreint frábæran leik þá var þetta í fyrsta sinn í 22 ár sem Liverpool vann báða deildarleikina gegn Man. Utd. og það eitt og sér skipar þessu liði veglegan sess í augum stuðningsmanna félagsins.

Þó að Steven Gerrard hafi vissulega verið fremstur meðal jafningja og hreinlega átt miðjuna í leiknum á hver einasti leikmaður liðsins hrós skilið fyrir þessa frábæru frammistöðu og það segir sitt að United átti varla færi í leiknum og áttu afar erfitt með að komast í gegnum vel skipulagða miðju og vörn Liverpool. Þá voru sóknarmenn Liverpool sífellt ógnandi, Fowler gerði frábært mark og það var einungis fyrir snilli Fabien Barthez að Heskey skoraði ekki mark eða mörk í leiknum. Þetta er því frábær áfangi og sýnir betur en nokkuð annað að liðið er á réttri leið undir stjórn Gerards Houllier.

TIL BAKA