Gerard Houllier
Besta minning leiktíðarinnar er hinn frábæri liðsandi sem ríkir innan félagsins. Þessi liðsandi fleytti liðinu yfir erfiða hjalla því oft voru leikmenn liðsins þreyttir enda leikjadagskráin oft á tíðum þétt skipuð. Liðið styrktist við hverja raun eftir því sem leið á leiktíðina. Ekki bara líkamlega heldur líka andlega. Liðið réði við að lenda marki undir gegn Arsenal og fá á sig jöfnunarmark á lokamínútunum gegn Alaves. Liðið einfaldlega gafst aldrei upp. Leikmannahópurinn er sterkur og það sem vantar upp á í getu bættu menn upp með sigurvilja. Liðið er ungt og er enn að bæta sig. Fyrir um það bil ári síðan sagði ég að allt sem við þyrftum væri tími til að öðlast meiri reynslu. Það hefur þokast í rétta átt enda hafa allir lagt hart að sér. En verkefninu er ekki lokið og á næstu tveimur til þremur árum á liðið eftir að verða enn betra."