)

Dietmar Hamann

Dietmar Hamann hefur staðið sig með sóma með þýska landsliðinu á HM og skyldi engan undra enda Þjóðverjinn einn besti leikmaður Liverpool á síðastliðnu tímabili. Hann er einn lykilmanna Þjóðverja og Rudi Voeller dáist af honum: "Didi skilar ávallt toppframmistöðu alveg sama í hvaða keppni hann leikur eða hvaða stöðu hann er í hverju sinni." Úrslitaleikurinn gegn Brasilíu verður 46. landsleikurinn hans.

Leikstíll Þjóðverja hefur verið gagnrýndur í fjölmiðlum og sagður leiðinlegur. Didi blæs á þær vangaveltur: "Maður brosir út í annað er maður les fyrirsagnirnar. Þetta sýnir að við hljótum að vera gera eitthvað af viti. Ég vil frekar lesa þessar fyrirsagnir heldur en þá vorkunnsemi sem ríkti í okkar garð eftir háðungina á EM 2000."

Hamann var í þýska liðinu sem olli vonbrigðum á HM 1998 og á EM 2000: "Það var strax hægt að sjá í byrjun móts að þær keppnir myndu ekki ganga upp. Nú ríkir allt öðruvísi andrúmsloft. Það standa allir saman og miða því að vinna HM. Það er algjör draumur að leika í úrslitaleiknum og freista þess að komast á spjöld sögunnar."

TIL BAKA