)

Chris Kirkland

Chris Kirkland hefur verið undir smásjá aðdáenda Liverpool síðan hann tók stöðu Jerzy Dudek í marki Liverpool og hann hefur staðið fyllilega undir væntingum og rúmlega það.

Hann hefur verið öruggur í öllum föstum leikatriðum og virðist aldrei koma fát á kappann sama hvað gengur á. Stórglæsileg markvarsla hans gegn Charlton og Vitesse maður gegn manni er eftirminnileg sem og þegar hann tók víti Gavin McGann gegn Sunderland af öryggi. Einhvern veginn fékk maður á tilfinninguna fyrir vítið að það væri ekki hægt að skora framhjá þessum 196 sentimetra manni af vítapunktinum. Hann virtist fylla upp í markið.

Kirkland hefur þegar tryggt sér stöðu aðalmarkvarðar u-21 árs liðs Englendinga og á sjö leiki að baki. Sven-Göran fylgdist með honum gegn Sunderland og hefur varla orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu kappans. Hvort að hann verði kallaður upp í enska landsliðið veltur að sjálfsögðu fyrst og fremst á því hversu lengi honum verður gefið tækifæri á milli stanganna í marki Liverpool. Ef svo heldur fram sem horfir þá er hann ekkert á leiðinni þaðan í bráð.

TIL BAKA