)

Michael Owen

Michael skoraði hundraðasta mark sitt í úrvalsdeild er Liverpool sigraði WBA 6:0. Gary Megson viðurkenndi að leikmenn sínir hefðu alls ekki ráðið við piltinn enda skoraði hann fernu.

Owen er ellefti leikmaðurinn sem hefur skorað fleiri en 100 deildarmörk fyrir félagið. Næstir honum í röðinni eru Dick Forshaw og Robbie Fowler með 117 og má fastlega reikna með því að hann komist ofar en þeir á næsta tímabili.

Houllier er sannfærður um að hann þurfi færri leiki til að ná næstu 100 mörkum en hann þurfti 185 leiki til þess að skora mörk númer 99, 100, 101 og 102. Hann skorar því rúmlega í öðrum hverjum leik en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að skora ekki reglulega með félagsliði sínu sem er tómur þvættingur ef menn skoða tölfræði hans sl. tímabil.

1996-97 2-1
1997-98 44-23
1998-99 40-23
1999-00 30-12
2000-01 46-24
2001-02 43-28
2002-03 52-28
Samtals 257 leikir - 139 mörk

TIL BAKA