)

Steve Finnan

Steve Finnan er fæddur 20. apríl árið 1976 í Limerick. Hann var keyptur til Fulham frá Notts County fyrir 5 árum síðan fyrir 600,000 pund. LFC keypti hann á um 3,5 milljónir punda. Finnan var í úrvalsliði úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-2002 og var jafnframt valinn leikmaður ársins hjá Fulham. Hann var ekki valinn í lið ársins á sl. tímabili og mátti greinilega sjá á spjallborðum víða um England að enginn botnaði af hverju hann var ekki í því liði annað árið í röð.

Finnan lék sinn fyrsta leik fyrir Írland gegn Grikklandi 26. apríl 2000 og er nú kominn með um 22 landsleiki. Hann lék alla 4 leiki liðsins á HM. Finnan er öflugur sóknarlega og því þessi kaup greinilega rétt skref fram á við.

Hér eru nokkrar staðreyndir um Steve Finnan sem birtar voru til gamans á liverpoolfc.tv:

- Steve hóf feril sinn hjá utandeildarliðinu Welling.

- Hann var seldur fyrir 100,000 pund til Birmingham áður en hann fór fyrir 300,000 pund til Notts County í lok október 1996.

- Kevin Keegan keypti hann til Fulham í nóvember 1998 og hann lék alls 208 leiki og skoraði 7 mörk fyrir Lundúnaliðið.

- Steve keyrir um á Mercedes Benz.

- Uppáhaldssjónvarpsþættirnir hans eru Only Fools and Horses.

- Uppáhaldsmyndin hans er Shawshank Redemption.

- Uppáhaldsleikari og -leikkona hans eru Robert De Niro og Nicole Kidman.

- Uppáhaldshljómsveitir hans eru Coldplay og Maxwell.

- Finnan valdi Sami Hyypia er hann var beðinn um að stilla upp draumaliðinu sínu í úrvalsdeildinni.

- Hann skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik sínum með Birmingham gegn Watford á Vicarage Road.

TIL BAKA