Harry Kewell
Harry Kewell er fæddur í Smithfield í Ástralíu 22. september 1978. Hann var á ferð með áströlsku knattspyrnuakademíunni í Englandi þegar útsendarar Leeds tóku eftir honum og það var Howard Wilkinson sem sannfærði Leeds um að fá hann til liðsins. Harry lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild 30. mars 1996 gegn Middlesbrough.
Hann fór til Leeds á Þorláksmessu 1995 og lék alls 242 leiki fyrir félagið og skoraði 63 mörk. Hann var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar 1999-2000. Kewell hefur ávallt verið Púllari eins og hann sagði frá þegar hann tók þátt í knattspyrnuhæfileikakeppni í Sydney sem 12 ára gutti. Hann sagðist halda með liðinu sem gerði Craig Johnston að fyrstu áströlsku knattspyrnustjörnunni.
Við tökum fagnandi á móti Harry enda gaman að sjá að peningar ráða ekki öllu í þessum heimi enda fékk hann hærri launatilboð frá öðrum félögum. Hann er Púllari og er loks kominn á draumastaðinn.