)

Abel Xavier

Abel Xavier kom til Liverpool snemma árs 2002. Koma hans vakti mikla athygli enda ekki daglegt brauð að leikmenn færi sig um set milli Liverpool og Everton. Hann stóð sig vel til vors og leysti stöðu hægri bakvarðar. Abel var í byrjunarliðinu í fyrstu leikjunum á síðustu leiktíð. En honum gekk ekki vel og datt út úr liðinu. Honum gekk fremur illa í varnarhlutverkinu en var sterkari sem sóknarbakvörður. Veikindi og meiðsli sáu svo um að hann datt alveg út úr myndinni hjá aðalliðinu.

Í byrjun árs var hann lánaður til Galatasaray þar sem hann lék til vors. Núna í sumar kom upp deila milli Abel og forráðamanna Galatasaray um kaup og kjör. Endirinn varð sá að Tyrkirnir óskuðu ekki eftir frekari nærveru hans. Vangaveltur hófust um hvort Abel kæmi aftur til Liverpool. En Gerard Houllier skar úr um að svo yrði ekki. Portúgalinn fjölfarni er því líklega núna að leita sér að nýju liði. Abel hefur farið víða og leikið sem atvinnumaður í sex þjóðlöndum. Vonandi tekst honum að finna sér lið til að spila með. Kannski bætist sjöunda landið í safnið hjá honum.

Fæðingardagur: 30. nóvember 1972.
Fæðingarstaður: Mósambíkk.
Fyrri lið: Estrela Amadora, Benfica, Bari, Real Oviedo, PSV Eindhoven og Everton.
Leikir fyrir hönd Liverpool: 21.
Mörk fyrir Liverpool: 2.
Landsleikir: 20.
Landsliðsmörk 2.
Eftirminnilegasta atvik með Liverpool: Þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með Liverpool í 6:0 útisigri á Ipswich Town. Markið kom snemma leiks. Sjaldan hefur varnarmaður skorað í sínum fyrsta leik með Liverpool.

TIL BAKA