Michael Owen
Þó þetta væri mesta afrek vikunnar þá afrekaði hann ýmislegt annað. Um helgina skoraði hann sitt seytjánda deildarmark í jafn mörgum deildarleikjum. Hann er nú um stundir, ásamt öðrum leikmanni, markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar með sjö mörk. Í dag var hann svo útnefndum Leikmaður mánaðarins af tölfræðirýnendum OPTA. Ekki sem verstur afrakstur eftir eina viku.
Það er svo sem ekkert nýtt að Michael afreki eitt og annað. Hann er yngsti markaskorari Liverpool í öllum keppnum. Hann hefur skorað mörk í fyrsta leik sínum fyrir Liverpool í hverri einustu keppni sem hann hefur tekið þátt í fyrir hönd félagsins. Michael varð fyrstur leikmanna Liverpool til að verða kosinn Knattspyrnumaður Evrópu. Hann hefur nú skorað 147 mörk fyrir Liverpool í 267 leikjum. Í raun er hér aðeins tæpt á nokkrum afrekum þessa 23. ára leikmanns.
Að auki hefur hann unnið fjölmörg afrek fyrir enska landsliðið. Hann varð í sumar yngsti leikmaður landsliðssögu Englands til að leika fimmtíu landsleiki. Á dögunum komst hann á topptíu lista yfir markahæstu landsliðsmenn enska landsliðsins. Hann hefur nú skorað 24 landsliðsmörk.
Þannig mætti lengi telja. Það er næsta víst að Heilagur Mikjáll á eftir að vinna mörg fleiri afrek og setja ný met á ókomnum árum. Vonandi í búningi Liverpool!